logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Íþrótta- og sundkennsla til 19.okt.

08/10/20
Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugarnar verða enn fremur lokaðar og skólasund fellur því niður. Nemendur sem eiga að vera í íþróttum og sundi munu þau að koma klædd eftir veðri til þess að geta tekið þátt í íþróttum utandyra. Nemendur mæta við anddyrið hjá íþróttahúsinu við Lágafellsskóla þar sem íþróttakennarar munu taka á móti hópunum og á þetta einnig við um nemendur á Höfðabergi.
Meira ...

Lestrarátakið Hrekkjavökulestur

08/10/20Lestrarátakið Hrekkjavökulestur
Lestrarátakið Hrekkjavökulestur hófst í Lágafellsskóla í gær og stendur í 14 daga eða fram til 20. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir lesa heima og í skólanum á skráningarblað sitt.
Meira ...

Takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

05/10/20
Í dag 5.10.2020 kom út ný reglugerð er varðar takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og gildir hún til og með 19.október 2020. Foreldrar og aðstandendur skuli almennt EKKI koma inn í skólana nema brýna nauðsyn beri til.
Meira ...

Umferðaröryggi

11/09/20
Fram eftir hausti eru margir nemendur duglegir að koma á hjólum/hlaupahjólum/rafhjólum í skólann.
Meira ...

Göngum í skólann

01/09/20
Á morgun miðvikudaginn 2.sept. hefst Göngum í skólann og stendur það til 7.október. Markmið þessa verkefnis er að hvetja nemendur til að hreyfa sig meira og nota virkan ferðamáta. Virkur ferðamáti er ein af einföldustu leiðum til að auka hreyfingu í daglegu lífi.
Meira ...

Lestrarstefna Lágafellsskóla

28/08/20
Lágafellsskóli hefur sett sér skýra og hnitmiða lestrarstefnu. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér stefnuna í heild sinni inni á heimasíðu skólans. http://www.lagafellsskoli.is/skolastarfid/stefnur-og-aaetlanir/lestur/
Meira ...

Skólasetning

20/08/20
Ágætu foreldrar Við byrjum skólaárið í svipuðum aðstæðum og við lukum því varðandi þátttöku foreldra í skólastarfinu. Flesta daga ársins finnið þið lítið fyrir því en skólasetningardagur er hátíðisdagur í hugum okkar flestra og þá vill sem betur fer stór hluti foreldra mæta með börnunum sínum.
Meira ...

Námskeið hjá starfsmönnum leikskólans

12/06/20Námskeið hjá starfsmönnum leikskólans
Leikskólar Mosfellsbæjar fóru á námskeiðið Lubbi finnur málbein sem er námsefni sem við nýtum í vinnu með börnunum í leikskólahluta Lágafellsskóla Höfðabergi. Frá Höfðabergi fóru þrír starfsmenn á námskeiðið.
Meira ...

Flöggun Grænfánans

05/06/20Flöggun Grænfánans
Margrèt fulltrúi Landvernd kom og afhenti skólanum grænfánann. Helga fulltrúi umhverfisnefndar tók á móti viðurkenningarskjali og sagði nokkur orð. Nemendur í umhverfisnefnd tóku á móti fánanum fyrir hönd Lágafellsskóla. Nemendur í 4 bekk sáu um söng við athöfnina. Árni meðlimur í umhverfisnefnd dró fánann að húni.
Meira ...

Þakkir til foreldrafélagsins

04/06/20Þakkir til foreldrafélagsins
Nemendur á Höfðabergi vilja þakka foreldarfélagi skólans fyrir hoppukastalana í dag sem voru í boði foreldrafélagsins. Takk kærlega fyrir okkur :-)
Meira ...

Síða 2 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira