logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Flöggun Grænfánans

05/06/2020

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.  

Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Skólar sem hafa hlotið þessa viðurkenningu flagga fánanum við skólann sinn eða skarta skilti með grænfánamerkinu. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim.

Græni liturinn:  Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni. Í plöntum eru grænukorn sem vinna orku úr vatni, lofti og steinefnum með orku sólar. Allar aðrar lífverur eru háðar gróðrinum. Það er því mikilvægt að vera minntur á græna litinn. 

Hvíti hringurinn:  Hvíti hringurinn minnir á sólina og jörðina. Jörðin er heimili okkar og allra annarra lífvera sem vitað er um. Það er bara til ein jörð. Annars staðar getum við ekki búið. Og ef ekki væri fyrir sólina væri hér ekkert líf. 

Bláa og hvíta bókin:  Blái og hvíti liturinn í bókinni minna á loft og vatn, hreint loft og vatn sem eru líka lífsnauðsynjar sem við verðum að fara vel með. Bókin minnir á að við vitum ekki alltaf allt. Við þurfum stundum að læra eitthvað og þá getur verið ágætt að lesa um það eða skoða af því myndir. Bláa blaðsíðan vinstra megin getur einnig táknað fortíðina og sú hvíta, hægra megin, framtíðina. Við getum öll haft áhrif á framtíðina og ákveðið í sameiningu að skrifa eitthvað fallegt á hvítu síðuna fyrir jörðina, hvert annað og okkur sjálf. 

Tréð og maðurinn:Tréð og maðurinn eru ein heild sem minnir okkur á að maðurinn er hluti af náttúrunni og verður að fara vel með hana. Ef við virðum náttúruna og förum vel með hana erum við líka að fara vel með fólk. Tréð minnir svo auðvitað líka á gróðurinn. 

Margrèt fulltrúi Landvernd kom og afhenti skólanum grænfánann. Helga fulltrúi umhverfisnefndar tók á móti viðurkenningarskjali og sagði nokkur orð. Nemendur í umhverfisnefnd tóku á móti fánanum fyrir hönd Lágafellsskóla. Nemendur í 4 bekk sáu um söng við athöfnina. Árni meðlimur í umhverfisnefnd dró svo fánann að húni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira