logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lestur


    Lágafellsskóli sett sér skýra og hnitmiðaða lestrarstefnu. Tilgangur lestrarstefnunnar er að allir nemendur nái eins góðum árangri í lestri og þeir hafa forsendur til og að lestrarkennslan verði öllum nemendum gott veganesti þegar þeir ljúka skólagöngu sinni í Lágafellsskóla.

                Á yngsta og miðstigi (1.-7.bekk) er dagleg endurgjöf á heimalestur í skóla og lesa nemendur fyrir umsjónarkennara fjórum til fimm sinnum í viku. 

                 Á elsta stigi (8.-10. bekkur) er gott aðhald og utanumhald, sérstaklega hjá þeim nemendum sem glíma við lestrarörðugleika auk þess sem kennarar leggja fjölbreytt lestrarverkefni fyrir alla nemendur.

Í lestrarþjálfun er aðkoma heimilis afar mikilvæg til að árangur náist og er daglegur heimalestur þar í aðalhlutverki. Ef heimalestri er ekki sinnt fjórum sinnum á mánaðartímabili hefur umsjónarkennari samband við foreldra og óskar eftir að úr verði bætt. Ef ekki verður breyting til batnaðar í kjölfarið getur umsjónarkennari vísað málinu til deildarstjóra sem kallar þá foreldra til fundar og í sameiningu er farið yfir hvaða leiðir eru færar til að styðja barnið í lestrarnámi sínu.

F.h. kennara og stjórnenda,

Jóhanna Magnúsdóttir,
skólastjóri Lágafellsskóla


PALS lestrarþjálfun

Það er stefna Lágafellsskóla að nota PALS lestrarþjálfun í námi barnanna. Nú í vetur er unnið

með PALS í 2.‐7. bekk. PALS stendur fyrir Peer Assisted Learning Strategies og hefur fengið

íslenska heitið Pör Að Læra Saman. PALS er lestrarþjálfunaraðferð þar sem nemendur vinna

tveir og tveir saman og fara í gegnum ákveðið ferli. Annar nemandinn les en hinn þjálfar og

svo er skipst á hlutverkum. Sá sem byrjar að lesa kallast 1. lesari og sá sem les svo kallast 2.

lesari. Kennslustundin skiptist í paralestur, endursögn, að draga saman efnisgreinar og

forspá.  


Paralestur:  

1. lesari les í 5 mínútur.  2. lesari leiðréttir lesturinn eftir ákveðnu ferli og gefur stig. Eftir 5 mínútur er skipt um hlutverk.

2. lesari les sama texta og 1. lesari.

Endursögn:

2. lesari endursegir það sem hann var að lesa. 1. lesari spyr:

1. Hvað gerðist fyrst?

2. Hvað gerðist næst?

Svona gengur þetta í 2 mínútur.

 

Að draga saman efnisgreinar:

1. lesari les eina efnisgrein í einu.  2. lesari spyr:

1. Hver eða hvað er mikilvægast?

2. Lýstu því mikilvægasta.

3. Um hvað er efnisgreinin? Segðu frá í 10 orðum (eða færri).

Þetta endurtekur sig í 5 mínútur og þá er skipt um hlutverk.

 

Forspá:

2. lesari spyr 1. lesara:

1. Hvað heldurðu að gerist næst ?  

2. Lestu hálfa blaðsíðu.                       

3. Rættist spáin?

Þetta endurtekur sig í 5 mínútur og þá er skipt um hlutverk.

Alls tekur ferlið um 35 mínútur en nemendur fara í PALS þrisvar sinnum í viku í 16 vikur í

senn. Þar af eru fjórar vikur í innleiðingu og 12 vikur í þjálfun. Skipt er um félaga á fjögurra

vikna fresti. Markmiðið með þessu verkefni er að bæta lestrarfærni nemendanna en

bandarískar rannsóknir sýna miklar framfarir hjá nemendum sem fá PALS lestrarþjálfun.

Um lestrarstefnu Lágafellsskóla

Lágafellsskóli hefur sett sér skýra  og hnitmiða lestrarstefnu til að nemendur skólans nái marktækum árangri í lestri. Stefnan snýr fyrst og fremst að því að sameina vinnuskipulag, verkferla og að gera lestrarkennsluna betri og skilvirkari.

Í lestrarstefnunni kemur skýrt fram hvernig skólinn ætlar  að halda utan um hvaða matstæki eru lögð fyrir í hverjum árgangi fyrir sig og á hvaða tíma. Markmiðið er að halda markvissa skrá utan um allar niðurstöður til að geta fylgst með framförum nemenda í lestri.

Með markvissari skráningum og verkferlum verður hægt að grípa fyrr til snemmtækrar íhlutunar og setja af stað úrræði og aðstoð fyrir nemendur sem ekki ná viðmiðum á matstækjum skólans. Með nemmtækri íhlutun er hægt að aðstoða og efla nemendur á fyrstu stigum í læsisnámi og koma í veg fyrir mikila námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu seina meir.

Með sameiginlegum gagnagrunni skólans geta kennarar sótt verkefnapakka fyrir nemendur sem þurfa á íhlutun að halda. Markmiðið er að ná meiri skilvirkni og betri lestrarkennslu. Verkefnapökkum er ætlað að auka samstarf heimila og skóla og með sameiginlegu átaki er ætlunarverkið að ná þeim nemendum sem ekki ná viðmiðum upp í þar til sett viðmið.

Tilgangur lestrarstefnunnar er að allir nemendur nái eins góðum árangri og þeir hafa forsendur til í lestri og að lestrarkennslan verði öllum nemendum gott veganesti þegar þeir ljúka skólagöngu sinni í Lágafellsskóla.

 

Stefnuna sem og fylgiskjöl er hægt að kynna sér í heild sinni hér


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira