logo
 • Samvera -
 • Samvinna -
 • Samkennd

Mötuneyti


Nemendum stendur til boða hádegisverður, kjöt- eða fiskiréttur, súpur, mjölkurvörur, brauðmeti og ávextir. Matseðillinn er unninn samkvæmt manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga og er lögð áhersla á að hafa máltíðirnar fjölbreyttar. Hugað er vandlega að næringargildi og almennri hollustu. Einnig er hægt að kaupa samlokur í mötuneytinu og eru þar samlokugrill og örbylgjuofn til afnota fyrir nemendur. Að sjálfsögðu geta nemendur komið með nestispakka að heiman og er mötuneytið aðeins valkostur og viðbót við þá þjónustu sem skólinn veitir.

Nú gefst kostur á að greiða mánaðaráskrift mötuneytis með Visa eða Mastercard, þeir sem velja sér þessa þjónustu þurfa að tilkynna breytt greiðsluform til skrifstofu skólans fyrir 15. hvers mánaðar. Sé áskrift ekki sagt upp fyrir 15. dags síðasta mánaðar áskriftartímabilsins endurnýjast hún sjálfkrafa.

Sækja þarf um áskrift í síðasta lagi  20. hvers mánaðar svo nemandinn komist í áskrift mánuðinn á eftir.

Áskrift að mötuneyti greiðist fyrirfram einn mánuð í senn. Sé áskrift ekki sagt upp fyrir  20. dag síðasta mánaðar áskriftartímabilsins endurnýjast hún sjálfkrafa. ATH. vanskil geta leitt til uppsagnar áskriftar.


Skráning og uppsögn fer fram á íbúagátt á vef Mosfellsbæjar https://ibuagatt.mosfellsbaer.is/mos.htm

Verði breyting á verði máltíðar á áskriftartímabilinu þá gefst áskrifendum kostur á að endurskoða samninginn.

EKKI VERÐUR HÆGT AÐ ENDURNÝJA ÁSKRIFT VIÐ ÞÁ SEM ERU Í VANSKILUM VEGNA FYRRA SKÓLAÁRS
.


Frá og með hausti 2017 verður breytt fyrirkomulag vegna skráninga í mötuneyti og ávaxtabita í skólanum.

Allir nemendur skólans, sem við skólalok voru skráðir í mötuneyti og/eða ávaxtabita, verða sjálfkrafa skráðir frá og með hausti 2017.

Fyrir 20.ágúst þarf að sækja um í  Íbúagátt fyrir nýja nemendur og þá sem ekki hafa verið í áskrift en vilja vera það frá hausti.

Ætli nemandi að hætta í áskrift þarf að senda upplýsingar þess efnis í gegnum Íbúagáttina ( senda skilaboð til ábyrgðaraðila) fyrir 20. ágúst 2017.


Hægt er að sækja um ávaxtabita fyrir börn í1 .- 6. bekk í Lágafellsskóla í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar.
Ávaxtabitinn inniheldur ferska ávexti daglega

Þeir sem hafa gleymt lykilorði sínu geta nálgast það í heimabanka sínum eða leitað aðstoðar í Þjónustuveri Mosfellsbæjar í Kjarna. Þeir sem hafa ekki þegar notað íbúagáttina geta farið inn á heimasíðuna mos.is og smellt þar á Íbúagátt, en á forsíðu gáttarinnar má nálgast leiðbeiningar um innskráningu. Í vanda má leita til þjónustuversins í Kjarna eða í síma 525-6700.
 
Þegar komið er inn í íbúagáttina er farið í Umsóknir og í flokknum Grunnskólar er smellt á „Umsókn um ávaxtabita". Fyllið út umsóknarformið í samræmi við leiðbeiningar, smellið á senda og fylgist í framhaldinu með afgreiðslunni í gegnum gáttina.

Gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar  1. ág.  2019.

1. gr.

Gjaldskrá fyrir mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar er sem hér segir:

Hver máltíð 400 kr frá 1/8 2019.

Ávaxtabiti 115 kr frá 1/8 2017.

2. gr.

Greitt er áskriftargjald fyrir einn mánuð í senn og fer mánaðarverð eftir fjölda nemendadaga sjá nánar í reglum um mötuneytisáskrift.

3. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar og gildir frá 1. ágúst 2019.


 • Máltíð  kostar  400 kr.   rukkað er fyrir mánuð í einu.
 • Ávaxtabiti   115 kr. á dag  rukkað er fyrir mánuð í einu.
 • Samlokur með osti eða áleggi  kosta   150 kr.  og eru seldar í lausasölu.
 • Panini með áleggi og sósu   kostar   300 kr.og eru seldar í lausasölu.
 • Langlokur   kosta   450 kr.   og eru seldar í lausasölu.
 • Ávextir í lausu fyrir nem. í 8.-10.bekk   kosta  90 kr
 • Hafragrautur í instant pakkningu150 kr

Gjaldskrá bæjarins í mötuneytum grunnskólanna má finna inn á mos.is Gjaldskrá skólamötuneyta  og ávaxtabita

 


Reglur í mötuneytinu
 • Við erum ekki í útifötum í matsalnum.
 • Við förum í röð og ryðjumst ekki.
 • Við sýnum starfsfólki virðingu og erum kurteis.
 • Við tölum hljóðlega saman og forðumst óþarfa hávaða.
 • Við göngum vel frá diskum, hnífapörum, glösum og matarleifum.
 • Við erum ekki með höfuðföt eða í yfirhöfnum í matsalnum.

Hvarð er gert þegar reglur í mötuneyti eru brotnar?

Yngri deild
 • Umsjónarkennari ræðir við barnið (þrisvar).
 • Talað við foreldra viðkomandi barns og deildarstjóra.
 • Viðkomandi vísað úr matsal á matmálstíma og snæðir einn undir eftirliti að afloknum hefðbundnum matmálstíma.

Eldri deild
 • Umsjónarkennari ræðir við barnið (þrisvar).
 • Talað við foreldra viðkomandi barns og deildarstjóra.
 • Barnið látið ganga frá í mötuneyti.
 • Viðkomandi vísað úr matsal á matmálstíma og snæðir einn undir eftirliti að afloknum hefðbundnum matmálstíma.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira