Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

13.10.2014

Bleikur dagur fim. 16/10

Október er mánuður Bleiku slaufunnar sem er árverknis-og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.  Af því tilefni ætlum við í Lágafellsskóla að klæðast einhverju eða jafnvel öllu bleiku fimmtudaginn 16. október.

13.10.2014

„Íslandsmet í „selfie“-myndatöku“

„Íslandsmet í „selfie“-myndatöku“Systurnar Thelma Ásdísardóttir og Ruth Ásdísardóttir bjuggu...Kennarar og nemendur úr Lágafellsskóla settu óvenjulegt Íslandsmet í skólabúðunum á Úlfljótsvatni í síðustu viku. Metið fólst í sjálfsmyndatöku fyrir hópmynd en alls voru tekn­ar 80 sjálfs­mynd­ir, eða „selfie“-mynd­ir, sem síðan var raðað sam­an í eina hóp­mynd.

„Við gerðum þetta í fjall­göngu á Úlfljóts­vatns­fjall,“ seg­ir Elín Esther Magnús­dótt­ir, dag­skrár­stjóri á Úlfljóts­vatni, í frétt á vef Útil­ífsmiðstöðvar Skáta á Úlfljóts­vatni. „Þetta var hress og öfl­ug­ur hóp­ur og veðrið var upp á sitt besta svo þau stilltu sér upp í ein­falda röð og smelltu öll af einni sjálfs­mynd. Með því að raða þeim sam­an í eina mynd sést röðin eins og hún var. Við erum viss um að þetta sé Íslands­met, átta­tíu „selfie“-mynd­ir tekn­ar við sama tæki­færi og úr verður ein hóp­mynd.“

Aðspurð seg­ir Elín að sjálfs­mynda­tök­ur séu ekki fast­ur liður í dag­skrá skóla­búðanna. „Við erum voðal­ega lítið í slíku. Hins­veg­ar eru ein­kunn­ar­orð skóla­búðanna leik­ur, úti­vist, gleði, vinátta og áskor­an­ir. Íslands­metið féll ágæt­lega að þeim, enda aðallega til gam­ans gert þegar við tók­um pásu í fjall­göngu. Það sást greini­lega að sum­ir krakk­anna hafa reynslu af slík­um mynda­tök­um en við tók­um þær skref­inu lengra og bjugg­um til dá­lítið merki­lega mynd úr til þess að gera hvers­dags­legri at­höfn. Í raun er hér líka um list­sköp­un að ræða þar sem átta­tíu lista­menn vinna sam­an að einu verki. Kannski er það Íslands­met líka?“

http://ulfljotsvatn.is/wp-content/uploads/2014/10/selfie_islandsmet.jpg 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/13/islandsmet_i_selfie_myndatoku/ 13/10 2014

10.10.2014

Flýting á heimkomu frá Úlfljótsvatni fös. 10/10

Þar sem hluti árgangins er að fara að keppa á íþróttamótum síðdegis hefur heimkomu verið flýtt um hálftíma. Þau leggja semsagt að stað frá Úlfljótsvatni kl. 12:30 og ættu því að vera hér ca. 13:20-13:30

Viđburđir

 «Október 2014» 
sunmánţrimiđfimföslau
   1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031 


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd