Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

16.12.2014

VEĐRIĐ KL. 13:00

Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins: 

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín í skóla. Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðinna. Nánari upplýsingar eru á shs.is

16.12.2014

VEĐRIĐ KL. 12:15

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Að gefnu tilefni viljum við láta vita af því að allir nemendur eru í góðu yfirlæti í skólanum og veður þokkalegt. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá og starfsemi í frístund með eðlilegum hætti.

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með heimasíðu skólans því þar verður sett inn tilkynning ef sækja þarf nemendur í skólann.

15.12.2014

Gjaldskrárbreytingar Mötuneyti og frístund

Frá og með 1.janúar 2015 taka gildi nýjar gjaldskrár skv. samþykkt bæjarstjórnar 3. desember sl. Gjöld hækka um 3,4% en þau hafa haldist óbreytt á yfirstandandi ári og er hækkunin því sú fyrsta á tveggja ára tímabili. Samkvæmt samþykktinni verða leikskólagjöld þó áfram óbreytt. Breytingarnar ná meðal annars til gjalda vegna mötuneytis í grunnskólum og vistunar í frístundaseljum. Gjaldskrárnar má finna á heimasíðum skólanna og á heimasíðu Mosfellsbæjar.

Frístund               Mötuneyti

Vakin er athygli á því að breytingar á áskriftum þarf að tilkynna fyrir 20.desember ef þær eiga að taka gildi í janúar. Breytingar skulu tilkynntar gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.


Viđburđir

 «Desember 2014» 
sunmánţrimiđfimföslau
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd