Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

22.4.2015

Viđurkenningar í tengslum viđ Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti Landspítala í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Varðliðar umhverfisins
Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir verkefni sem unnin voru sem hluti af umhverfisþema síðastliðið haust. Verkefnin voru margþætt; til að byrja með tóku nemendurnir fyrir ákveðin umhverfismál og kynntu fyrir samnemendum sínum í formi t.d. myndbanda, fréttaþátta, heimildarmynda eða rapplags. Í kjölfarið þurftu nemendur að taka sig á í tíu atriðum er varða umhverfið í sinni hversdagslegu hegðun á heimili sínu, allt frá því að nota færri handklæði í hverri viku og að eiga samskipti við vini og ættingja í eigin persónu, án milligöngu tölvu, síma eða annarra samskiptatækja – og til þess að gera ítarlega áætlun í samráði við foreldra sína um það hvernig heimilið allt geti bætt sig í sjálfbærum lífsstíl. Loks boðuðu nemendur bæjarstjóra Mosfellsbæjar á sinn fund og afhentu honum áskorun með sjö tillögum um úrbætur í umhverfismálum bæjarins. Áskorun nemendanna var í kjölfarið tekin fyrir hjá umhverfisnefnd bæjarins og skiluðu hugmyndir þeirra sér þaðan í vinnu bæjarins við Staðardagskrá 21, sem lýtur að stefnumótun sveitarfélaga í sjálfbærnimálum.Í rökstuðningi dómnefndar segir að verkefnið hafi tekið á umhverfismálum í víðum skilningi. „Verkefnið hafði ekki eingöngu jákvæð áhrif innan skólans heldur einnig út fyrir skólann, í fyrsta lagi þar sem heimili nemenda voru virkjuð og í öðru lagi með beinum hætti í sjálfbærnivinnu bæjarfélagsins.“Viðurkenningarnar voru afhentar á hátíðarathöfn í Nauthól í dag, sem haldin var í tengslum við Dag umhverfisins sem er 25. apríl næstkomandi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju. 

17.4.2015

Viđurkenning fyrir teikingu frá MS

Á dögunum réðust úrslit í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins. Alls bárust eitt þúsund myndir í keppnina frá 43 grunnskólum. Tíu nemendum voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og fær hver verðlaunahafi 25.000,- kr sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi.

Heiða María Hannesdóttir, nemandi í 4. LÞ í Lágafellsskóla átti eina mynd af þeim tíu sem fengu viðurkenningu. Við óskum Heiðu Maríu innilega til hamingju með þessa flottu mynd.

HeiðaHeiða mynd

15.4.2015

Menningarvika 2015 hjá leikskólum bćjarins

Nú stendur yfir menningarvika leikskólanna í Mosfellsbæ. Af því tilefni er komin upp sýning á verkum leikskólabarna í Kjarna. Á meðfylgjandi mynd er að sjá verk nemenda Höfðabergs. Áhugasamir eru hvattir til að líta við í Kjarnanum fyrir vikulok og skoða flotta sýningu.

Menningarvika 2015

Viđburđir

 «Apríl 2015» 
sunmánţrimiđfimföslau
   1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  


Á döfinni

Apríl:

30/3-6/4   Páskafrí

23.            Sumardagurinn fyrsti

24.            Skipulagsdagur frí í grunnskóla

Maí:

1.            Frídagur verkamanna

5. og 7.    Vorhátíðir 5 ára, 1.-7. bekkjar

14.            Uppstigningardagur

25.            Annar í hvítasunnu

 

 

 

 


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd