Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

30.4.2015

Vorhátíđ 5 ára, 1. -7. bekkjar

 

Dagana 5. og 7. maí  verður haldin vorhátíð 5 ára nemenda á Höfðabergi og nemenda í

1.- 7. bekk Lágafellsskóla. Nemendur hafa undanfarið æft skemmtiatriði sem flutt verða á sviði skólans og er foreldrum og systkinum sérstaklega boðið að koma og njóta þessara skemmtiatriði í sal skólans.

 

Þriðjudaginn 5. maí verða tvær sýningar kl. 17:00 og 18:30 þar sem skólakórinn mun m.a. koma fram.

Fimmtudaginn 7. maí verða einnig tvær sýningar  kl. 17:00 og 18:30.

 

Hver sýning stendur yfir í ca. 60 mínútur og eru gestir beðnir um að mæta stundvíslega áður en sýning hefst og sitja þar til sýningu lýkur.

 

29.4.2015

Valbók 2015-2016 fyrir 9. og 10.bekk

 

Námslýsingar valáfanga fyrir 9. og 10. bekk

Smella hér til að ná í bókina

28.4.2015

Laxnessinn 2015

27. apríl fór fram árleg keppni meðal nemanda í 6. bekk um Laxnessbikarinn en keppnin er ávallt haldin sem næst fæðingardegi Halldórs K. Laxness sem var 23. apríl  en í ár voru 113 ár frá því að hann fæddist. 13 nemendur kepptu til úrslita í upplestrarkeppni  og lásu allir keppendur texta og ljóð úr einhverra verka Laxness sem þau völdu sjálf í samráði við umsjónarkennara sinn. Sigurvegarinn fékk til eignar bikarinn Laxnessinn og bók eftir skáldið en allir fengu viðurkenningarskjal og blóm fyrir þátttökuna. Sigurvegari  í ár var Bengta Kr. Methúsalemsdóttir úr 6-MLG, til hamingju með árangurinn.
 Laxnessinn 2015 1.sæti

Viđburđir

 «Maí 2015» 
sunmánţrimiđfimföslau
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31      


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd