Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

27.3.2015

Lokakvöld stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn 26. mars var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk haldin í sal Lágafellsskóla. Keppnin hófst á degi íslenskar tungu þann 16. nóvember og fram til 9. mars sáu umsjónarkennarar skólans um að þjálfa nemendur í upplestri. Undankeppni var haldin í skólanum 9. mars þar sem þau Kría Sól, Lilja Sóley, Róvert Orri, Silja Rún og Úlfur voru valin til að taka þátt í lokakeppninni fyrir hönd skólans.
Eftir það var þjálfun liðsins í höndum Ýrar Þórðardóttur íslenskukennara.

Sigurvegari 2015 Stóra uppl.

Eins og vanalega var lokahátíðin mjög hátíðleg. Skólakór Varmárskóra söng nokkur lög, nemendur úr 7. bekk beggja skólanna fluttu tónlistaratriði og bæjarstjóri Mosfellsbæjar ávarpaði samkomuna.  Nemendur lásu þrisvar sinnum, fyrst texta eftir Guðrúnu Helgadóttur, síðan ljóð eftir Anton Helga Jónsson og að lokum ljóð að eigin vali.
Fjórir nemendur hlutu verðlaun fyrir myndskreytingu á dagskrá og tveir þeirra, þeir Jónatan Jopie og Steinunn Edda komu frá Lágafellsskóla.
Dómnefndina í ár skipuðu þau Sigríður Johnsen, Hafstein Pálsson og Dóra Wild og fengu þau það erfiða verkefni að velja keppendur í þrjú efstu sætin. Svo fór að Máni úr Varmárskóla hlaut þriðju sætið en nemendur  úr Lágafellsskóla hlutu fyrsta og annað sætið. Úlfur Ólafsson 7-JH sigraði keppnina og Kría Sól Guðjónsdóttir 7-HÁS hlaut annað sætið. Úlfur tók við nýjum farandbikar sem hann hefur til varðveislu fram að næstu keppni en gamli bikarinn var orðinn full áritaður þar sem 12 nöfn eldri sigurvegara í gegnum árin eru skráð á hann og verður hann verðveittur og til sýnis á Bókasafni Mosfellsbæjar. 

Við viljum óska öllum krökkunum innilega til hamingju með frábæran árangur í þessari skemmtilegu keppni. Á þessum link má sjá myndir frá lokahátíðinni og einnig með því að smella hér.

25.3.2015

Stćrđfrćđikeppni í Borgarholtsskóla

Hópur nemenda úr 8.-10. bekk í Lágafellsskóla tók þátt í stærðfræðikeppni sem haldin var í Borgarholtsskóla föstudaginn 13. mars. Keppnin var fyrir nemendur í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæjarhverfi og Mosfellsbæ og voru þátttakendur 158 talsins. Krakkarnir okkar stóðu sig mjög vel. Myndin sýnir hluta af nemendum úr Lágafellsskóla sem náðu þeim frábæra árangri að vera meðal 10 efstu í sínum árgangi.  Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Stæ.keppni BHS 2015

8. bekkur: Ástríður Magnúsdóttir 8. sæti, Embla Eir Haraldsdóttir 4. sæti, Skúli Hólm Hauksson 3. sæti og Sólveig Rósa Hugadóttir 2. sæti,

9. bekkur: Ingi Benedikt Jónasson 2. sæti,

10. bekkur: Ísak Ólafsson 5. sæti og Sunna Líf Kristjánsdóttir 4. sæti.

20.3.2015

Opiđ hús hjá Skólaskrifstofu

Fimmta og síðast opna hús vetrarins er haldið í listasalnum, sem er inn af bókasafninu í Kjarna og er frá kl. 20-21. Að þessu sinni fjallar Valgerður Baldursdóttir geðlæknir, um mikilvægi öruggrar tengslamyndunar á fyrstu æviárunum og um góð tengsl milli foreldra og barna allan uppvöxtinn sem grunn að velferð þeirra almennt og þar með talið andlegu og líkamlegu heilbrigði. Smella hér

Viđburđir

 «Mars 2015» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    
       


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd