Beint á leiđarkerfi vefsins
Lágafellsskóli

Fréttir

24.2.2015

Innritun 6 ára barna skólaáriđ 2015-16

 

Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2015 fer fram frá 01. mars til 15. mars í gegnum íbúagátt og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).

Sjá nánar

18.2.2015

Öskudagur

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Lágafellsskóla miðvikudaginn 18/2 með allskonar uppákomum og sprelli. Þrjú böll voru haldin í sal skólans undir stjórn Erlu danskennara og á Höfðabergi sá Lovísa Rut um öskudagsskemmtunina þar. Skemmtu nemendur og starfsmenn sér konunglega í allskonar glæsilegum búningum.

Öskudagur

Fleiri myndir frá deginum má skoða hér.

17.2.2015

OPIĐ HÚS - miđ. 4. mars. kl. 20:00

Síðasta opna hús Skólaskrifstofunnar var vel sótt en hann fjallaði um hreyfingu barna. Þessi fyrirlestur er einnig mjög áhugaverður en hann fjallar um líkamsvirðingu barna. Opið hús er haldið í listasalnum, sem er inn af bókasafninu í Kjarna og er frá kl. 20-21.

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk um líkamsvirðingu meðal barna. Í fyrirlestrinum verður rætt um líkamsmynd barna og unglinga. Hvernig fjölmiðlar og önnur samfélagsáreiti hafa áhrif á viðhorf barna gagnvart holdarfari sínu og annarra og hvernig skapa megi umhverfi sem stuðlar að jákvæðri líkamsmynd og virðingu fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar.

Vegna óviðráðanlegra ástæðna færist Opið hús Skólaskrifstofu, Kroppurinn er kraftaverk, sem vera átti í kvöld 24/2, fram um eina viku og verður því haldið MIÐVIKUDAGINN 4. MARS kl 20 í Listasal 

Sjá nánar


Viđburđir

 «Febrúar 2015» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd