logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stoðþjónusta

Stoðkerfi Lágafellsskóla

Sérfræðiþjónusta

Á vegum skólaskrifstofu er rekinn sérfræðiþjónusta. Hún gengst fyrir því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Störf sérfræðiþjónustu skulu því fyrst og fremst beinast að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest verkefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar að aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Sérfræðiþjónustan skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa. Starfsmenn sérfræðiþjónustu vinna að forvarnarstarfi í samvinnu við starfsmenn skóla m.a. með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áfhrif á nám þeirra.

Sálfræðiþjónusta

Við sérfræðiþjónustu Mosfellsbæjar starfa tveir sálfræðingar. Til þeirra geta foreldrar og kennarar grunnskólabarna leitað vegna ýmissa erfiðleika barna, svo sem erfiðleika með nám, vegna hegðunar, í samskiptum eða vegna vanlíðunar af einhverju tagi.

Sálfræðingar sinna kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og uppeldisstéttum ráðgjöf og stuðningsviðtöl.

Algengast er að skóli, að höfðu samráði við foreldra, vísi máli til sérfræðiþjónustunnar en einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best svo sem foreldrum barnsins og kennurum. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær. 

Vinaleiðin

Markmið Vinaleiðar er að stuðla að vellíðan og velferð nemenda skólans. Vinaleiðin er opin og almenn sem þýðir að öllum er velkomið að nýta sér þessa þjónustu. Erfiðleikar af margvíslegum orsökum geta komið upp á yfirborðið s.s. stríðni, einelti, höfnun, missir eða veikindi. Vinaleiðin felst í kristilegri sálgæslu og stuðningi við nemendur í erfiðleikum þeirra. Nemendur geta sjálfir óskað eftir viðtali í Vinaleið eða kennarar og/eða forráðamenn. Þagnarskylda er algjör gagnvart þeim nemendum sem leita til Vinaleiðar.

Talkennari

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar útvegar talkennara eftir því sem við verður komið.

Helstu verkefni eru: − athuganir og greining á tal- og málþroska einstaklinga eða hópa  − samstarf við kennara og sérfræðiþjónustu  − ráðgjöf  − meðferð og þjálfun eftir því sem við verður komið

Málþroskaskimun fer fram á vormánuðum í leikskólum bæjarins. Í skimuninni er m.a. athugaður framburður, máltjáning og málskilningur. Farið er yfir niðurstöður með umsjónarkennurum og gerðar tillögur til úrbóta. Einstaklingar fá síðan meðferð og þjálfun í 1. bekk eftir því sem við verður komið.

Talkennari ákveður í samráði við sérkennara þörf á talþjálfun fyrir þá nemendur sem áður hafa fengið talþjálfun. Meðferð og þjálfun er veitt eins og við verður komið. Þeir kennarar sem óska eftir að lagt sé fyrir nemanda málþroska- eða lestrargreiningarpróf senda beiðnina til nemendaverndarráðs skólans sem síðan ákveður framhaldið.

Talkennari sinnir einnig ráðgjöf til kennara m.a. varðandi kennslufræðilega þætti eins og stuðning við einstaka nemendur eða nemendahópa varðandi mál og tal. Hann tekur einnig þátt í að meta hverjar framfarir nemenda hafa orðið að ákveðnum tíma liðnum.

Heilsugæsla 

Heilsugæsla Lágafellsskóla heyrir undir Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Lilja Dögg Ármannsdóttir og Bente Einarsson sjúkraliði sinna skólaheilsugæslu. Viðtalstími mán.-föst. kl. 9.30-12.00.  Netfang: lagafellsskoli@heilsugaeslan.is

Viðverutími:

Mánudaga

Þriðjudaga

Miðvikudaga

Fimmtudaga

Föstudaga

8.00-14.00

8.00-16.00

9.00-16.00

8.00-13.00

8.00-13.00


Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Fræðsluefni hjúkrunarfræðings má finna á síðunni www.6H.is

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira