logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stoðþjónusta

Stoðkerfi Lágafellsskóla

Sérfræðiþjónusta

Á vegum skólaskrifstofu er rekinn sérfræðiþjónusta. Hún gengst fyrir því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Störf sérfræðiþjónustu skulu því fyrst og fremst beinast að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest verkefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar að aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Sérfræðiþjónustan skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa. Starfsmenn sérfræðiþjónustu vinna að forvarnarstarfi í samvinnu við starfsmenn skóla m.a. með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áfhrif á nám þeirra.

Sálfræðiþjónusta

Við sérfræðiþjónustu Mosfellsbæjar starfa tveir sálfræðingar. Til þeirra geta foreldrar og kennarar grunnskólabarna leitað vegna ýmissa erfiðleika barna, svo sem erfiðleika með nám, vegna hegðunar, í samskiptum eða vegna vanlíðunar af einhverju tagi.

Sálfræðingar sinna kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og uppeldisstéttum ráðgjöf og stuðningsviðtöl.

Algengast er að skóli, að höfðu samráði við foreldra, vísi máli til sérfræðiþjónustunnar en einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best svo sem foreldrum barnsins og kennurum. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær. 

Vinaleiðin

Markmið Vinaleiðar er að stuðla að vellíðan og velferð nemenda skólans. Vinaleiðin er opin og almenn sem þýðir að öllum er velkomið að nýta sér þessa þjónustu. Erfiðleikar af margvíslegum orsökum geta komið upp á yfirborðið s.s. stríðni, einelti, höfnun, missir eða veikindi. Vinaleiðin felst í kristilegri sálgæslu og stuðningi við nemendur í erfiðleikum þeirra. Nemendur geta sjálfir óskað eftir viðtali í Vinaleið eða kennarar og/eða forráðamenn. Þagnarskylda er algjör gagnvart þeim nemendum sem leita til Vinaleiðar.

Talkennari

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar útvegar talkennara eftir því sem við verður komið.

Helstu verkefni eru: − athuganir og greining á tal- og málþroska einstaklinga eða hópa  − samstarf við kennara og sérfræðiþjónustu  − ráðgjöf  − meðferð og þjálfun eftir því sem við verður komið

Málþroskaskimun fer fram á vormánuðum í leikskólum bæjarins. Í skimuninni er m.a. athugaður framburður, máltjáning og málskilningur. Farið er yfir niðurstöður með umsjónarkennurum og gerðar tillögur til úrbóta. Einstaklingar fá síðan meðferð og þjálfun í 1. bekk eftir því sem við verður komið.

Talkennari ákveður í samráði við sérkennara þörf á talþjálfun fyrir þá nemendur sem áður hafa fengið talþjálfun. Meðferð og þjálfun er veitt eins og við verður komið. Þeir kennarar sem óska eftir að lagt sé fyrir nemanda málþroska- eða lestrargreiningarpróf senda beiðnina til nemendaverndarráðs skólans sem síðan ákveður framhaldið.

Talkennari sinnir einnig ráðgjöf til kennara m.a. varðandi kennslufræðilega þætti eins og stuðning við einstaka nemendur eða nemendahópa varðandi mál og tal. Hann tekur einnig þátt í að meta hverjar framfarir nemenda hafa orðið að ákveðnum tíma liðnum.

 

Heilsugæsla:

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis sinnir heilsuvernd í skólanum.
Skólahjúkrunarfræðingur er Jóhanna Rut Snæfeld Hauksdóttir.
Netfang: lagafellsskoli@heilsugaeslan.is og sími 5259201

Viðverutími: 

Mánudaga

Þriðjudaga

Miðvikudaga

Fimmtudaga

Föstudaga

8:00-16:00

8:00-12:00

8:00-14:00

8.00-14.00

8.00-12.00

 

Markmið heilsugæslu   

Netfang skólahjúkrunarfræðings er: lagafellsskoli@heilsugaeslan.is og sími 5259201

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.

Heilbrigðisfræðsla

Skipulögð heilbrigðisfræðsla er veitt í öllum árgöngum og er áherslan á að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Eftir fræðslu fá foreldrar upplýsingar í tölvupósti um fræðsluna. Þá gefst þeim kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig hægt er að nýta það í daglegu lífi.

1. bekkur – Líkaminn minn - Forvörn gegn kynferðislegu ofbeldi og Hjálmanotkun

2. bekkur – Tilfinningar

3. bekkur – Verkefnabók um 6H heilsunnar (Hamingja, Hollusta, Hreinlæti, Hreyfing, Hvíld)

4. bekkur – Kvíði og Slysavarnir

5. bekkur – Samskipti

6. bekkur – Kynþroski og Endurlífgun

7. bekkur – Endurlífgun og Bólusetningar

8. bekkur – Líkamsímynd og Hugrekki

9. bekkur – Kynheilbrigði og Bólusetning

10. bekkur – Kynheilbrigði, Geðheilbrigði, Endurlífgun og Ábyrgð á eigin heilsu

Markmið hverrar fræðslu eftir árgöngum er hægt að sjá á Heilsuvera.is

Skimanir

Skimað er fyrir ákveðnum heilbrigðisvandamálum og eru skimanir framkvæmdar í 1., 4., 7. og 9. bekk. Þær felast í mælingu á hæð, þyngd og sjónskerpu. Nemendur í öðrum árgöngum eru skimaðir eftir þörfum. Ef frávik reynist í skimun er ávallt haft samband við forráðamann.

Heilsueflandi viðtöl um lífsvenjur og líðan

Þegar skimanir fara fram í 1., 4., 7. og 9. bekk ræðir skólahjúkrunarfræðingur við nemendur um líðan og lífsvenjur. Markmið viðtalanna er að styrkja vitund nemenda um eigið heilbrigði og líðan. Einnig að geta gripið til úrræða ef vart verður við vanlíðan eða áhyggjur. 

Bólusetningar

Bólusetningum er ætlað að verja einstaklinginn gegn alvarlegum smitsjúkdómum.

Í 7. bekk er bólusett við mislingumhettusótt og rauðum hundum (ein sprauta), auk þess eru stúlkur bólusettar gegn HPV (Human papilloma veirum) sem geta valdið leghálskrabbameini. HPV bólusetning er gefin tvisvar með 6 mánaða millibili.

Í 9. bekk er bólusett við barnaveikistífkrampakíghósta og mænusótt (ein sprauta).

Áður en kemur að bólusetningu er sendur tölvupóstur til foreldra með upplýsingum um tímasetningu. 

Hafið samband við skólahjúkrunarfræðing ef:

  • Nánari upplýsinga er óskað
  • Talið er að barn sé ekki að fullu bólusett
  • Óskað er eftir því að barn sé ekki bólusett

Það er á ábyrgð foreldra að láta bólusetja börn sín.

Hagnýtar upplýsingar

Veikindi og slys

Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæsluna eða slysadeild skulu foreldrar fara með barninu. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í þá á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af heilsuvernd skólabarna.

Langveik börn

Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingur viti af börnum sem eru með fötlun eða langvinnan og/eða alvarlegan sjúkdóm, s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki, blæðingarsjúkdóma eða aðra alvarlega sjúkdóma. Þessum börnum sinnir heilsuvernd skólabarna í samráði við foreldra. 

Lyfjagjafir - Samkvæmt tilmælum landlæknis um lyfjagjafir í grunnskólum eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma

Höfuðlús

Höfuðlús birtist reglulega í skólum landsins og er mikilvægt að foreldrar kembi hár barna sinna reglulega yfir skólaárið. Rétt er að láta skólann vita ef lús finnst í hári barns og skólahjúkrunarfræðingur getur leiðbeint varðandi lúsasmit.

Tannheilsa
 Frá og með 1.janúar 2018 eru tannlækningar gjaldfrjálsar fyrir öll börn undir 18 ára að undanskildu 2500 kr. gjaldi við fyrstu komu. Skólahjúkrunarfræðingur fær lista frá Sjúkratryggingum Íslands yfir þau börn sem ekki eru með skráðan tannlækni og er í sambandi við foreldra þeirra barna, til að tryggja eftirlit á tannheilsu þeirra. 

Fræðsluvefur heilsugæslunnar er: heilsuvera.is 

 

 

 

 

Í Lágafellsskóla starfar iðjuþjálfi og er hann hluti af stoðteymi skólans.  Iðjuþjálfi hefur sértæka þekkingu á daglegri iðju, mati á henni og úrræðum varðandi skerta færni. Hlutverk hans í Lágafellsskóla er að efla færni og þátttöku nemenda við skólatengda iðju, aðlaga námsumhverfi og viðfangsefni að þörfum nemenda í samvinnu við kennara og foreldra og veita ráðgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annarra starfsmanna. 

Iðjuþjálfi skipuleggur og sinnir ýmiskonar fræðslu og þjálfun í samræmi við þarfir nemenda, t.d. varðandi félagsfærni, athafnir daglegs lífs, hegðun, líðan, skynúrvinnslu, tæknileg úrræði og fín – og grófhreyfifærni. Auk þess hefur iðjuþjálfi faglega umsjón með hjálpartækjum nemenda og stillingu húsgagna með tilliti til réttra vinnustellinga.

Iðjuþjálfi situr í nemendaverndarráði og kemur að ákvarðanatöku varðandi nemendur. Hann hefur einnig verið í heilsueflingarteymi skólans undanfarin ár og var kosin öryggistrúnaðarmaður vorið 2021 til tveggja ára. 

Iðjuþjálfi Lágafellsskóla er Erla Björnsdóttir og eru viðtalstímar eftir samkomulagi alla virka daga. Netfang Erlu er erlabjorns@mosmennt.is


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira