logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Félagsmiðstöðin Bólið

Félagsmiðstöðin Ból er starfrækt á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, annars vegar við Varmárskóla í húsinu næst Skólabraut og hins vegar í gráum skúrum við Lágafellsskóla. Hægt er að sækja félagsmiðstöðina á báðum stöðum óháð því í hvaða skóla viðkomandi er.

 

Í Bólinu er hægt að koma í billiard, borðtennis, spila fótboltaspil, horfa á sjónvarpið og margt fleira. Fastir liðir Bólsins eru böll, söngvakeppni, danskeppni fræðslukvöld, ferðir og fleira. 

Foreldrar eru alltaf velkomnir í heimsókn í Bólið og geta þá kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til þess að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa gaman saman. 

Lágafellsskóli er í góðu samstarfi við félagsmiðstöðina varðandi sérhæft klúbbastarf og stuðning við nemendur. 

 

Netfang: bolid@mos.is

Símanúmer: Varmárból: 566-6058 og Lágóból: 565-5249 

 

Allir sem eru í 5.-7.bekk eru velkomnir í Bólið á báðum stöðum. Það er alltaf skipulögð dagskrá sem má sjá á facebook síðu 10-12 ára starf Bólsins.

 

Opnunartími:

Mánudaga í Lágóbóli kl. 14.00 - 15.45

Miðvikudaga í Varmárbóli kl. 14.00 - 15.45

 


Allir sem eru í 8.-10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla eru velkomnir í Bólið á báðum stöðum. Dagskrá Bólsins má finna á facebooksíðunni www.facebook.com/bol270

 

Opnunartími:

Mánudagar 10.00 - 15.00

Þriðjudaga - föstudaga 9.30 - 15.00

 

Kvölopnanir eru: 

Mánudaga og miðvikudaga  í Varmárbóli: 19.00 - 21.45

Þriðjudaga í Lágóbóli 19.30 - 21.45

 

Föstudaga til skiptis í Varmárbóli og Lágóbóli: 19.00 - 21.45


Dagskrá fyrir 10 - 12 ára        www.facebook.com/bolid1012

Félagsmiðstöðin Ból                       www.facebook.com/bol270 


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira