logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Teymiskennsla

Teymiskennsla í Lágafellsskóla

Teymiskennsla hefur verið kennd á yngsta stigi Lágafellsskóla frá árinu 2019 og er engin breyting þar á nú í byrjun nýs skólaárs. Í fyrstu var teymiskennslan aðeins bundin við nemendur í 1. og 2. bekk en nú er svo komið að teymiskennsla fer fram í flestum árgöngum í 1. – 7. bekk.

Fyrirkomulag teymiskennslu er mismunandi eftir aldri nemenda, hópum sem og kennurum. Hver hópur á þó alltaf sína heimastofu en kennarar bera sameiginlega ábyrgð á nemendum árgangsins. Stuðningsfulltrúar eru í hverjum árgangi og fer fjöldi þeirra eftir stærð árgangs og aldri nemenda.

Í rannsóknum sem gerðar hafa verið koma teymiskennslu skólar mun betur út en hefðbundnir bekkjarkennslu skólar. Vellíðan nemenda hefur mælst mun meiri, einstaklingsmiðað nám hefur fengið meira vægi og samvinna nemenda er algengari. Upplifun foreldra og kennara hefur líka verið í samræmi við upplifun nemenda.

Kostir teymiskennslu fyrir nemendur;

  • Minni hópar og því betur hægt að mæta ólíkum þörfum nemenda
  • Fjölbreyttari kennsluaðferðir
  • Meiri val um félaga
  • Nemendur kynnast fleiri kennurum
  • Styttri vinnustundir og hreyfing milli tíma

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira