logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Heimsóknir trúfélaga

                                                                                                             

Reglur um samskipti leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar

og trúfélaga

 

1.    

a.    Leggja ber áherslu á mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu. Þættir í slíkri fræðslu geta verið vettvangsheimsóknir til trúfélaga og að fulltrúum þeirra sé boðið í kennslustund til að fræða um trú sína og trúfélag.

b.    Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu.

c.    Vettvangsheimsóknir til trúfélaga og heimsóknir fulltrúa  þeirra í skóla skulu taka mið af ofangreindu og vera innan ramma aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla.

 

2.    

a.    Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.

b.    Gæta þarf þess að foreldrar og skólaráð séu upplýstir tímanlega um námstilhögun, námsefni og vettvangsferðir. Sama gildir um leik- og framhaldsskóla þar sem það á við.

 

3.    

a.    Skóli og önnur uppeldisstarfsemi þarf að taka mið af vaxandi fjölmenningarlegum áhrifum með því að fagna fjölbreytni mannlífsins og leggja áherslu á virðingu fyrir einstaklingnum. Skólinn er fyrir öll börn, óháð andlegu eða líkamlegu atgervi, uppruna, menningu, kyni eða trú.

Í því felst að gætt sé að jafnræði þar sem margvíslegar skoðanir, tjáning um þær og mismunandi þarfir hvers og eins séu eðlilegur hluti af daglegu skólastarfi, sem mótast af viðhorfum og viðmóti sem stuðlar að vináttu, vinsemd og virðingu.

b.    Um almenna kynningu eða auglýsinga á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu annarra félagasamtaka.Samþykkt á 612. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 9. október 2013

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira