logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stefnur og áætlanir


Lágafellskóli vinnur eftir hugmyndafræði sem kennd er við uppeldi til ábyrgðar en frumkvöðull þessarar nálgunar er Diane Gossen sem hefur  starfstöð í Kanada og víða.

Hugmyndafræðin miðar að því að ýta undir ábyrgð og sjálfstjórn barna og unglinga og ýta undir að þau læri sjálfstjórn og þekkingu á eigin tilfinningum. Byggt er á því að einstaklingurinn læri að taka siðferðilega ábyrgð á eigin hegðun og taki ákvarðanir út frá löngun fremur en skömm eða sektarkennd. Ýmsir þættir eru notaðir til að hjálpa börnunum við að skoða sig og sína hegðun. Þau læra að skoða sig út frá spurningum eins og  hver er ég, hvað vil ég vera og hvað þarf ég að gera til að ná takmarki mínu?

Í skólastarfinu er áhersla á skýrar reglur um það hvað er óásættanleg hegðun. Skýrar reglur eru mikilvægar til að einstaklingar megi upplifa öryggi og traust. Barninu eru sköpuð tækifæri til að læra af mistökum sínum og því hjálpað og kennt að finna leiðir til að bæta hegðun sína og þá um leið að byggja upp sjálfstraust sitt.

Geðlæknirinn William Glasser hefur þróað nálgun sem hann útskýrir með þarfahringnum. Glasser telur að orsök vanlíðunar og slæmrar hegðunar sé að finna í því að einstaklingurinn nær ekki að uppfylla grunnþarfir sínar á eðlilegan máta. Hann segir að við þurfum að uppfylla fimm meðfæddar þarfir okkar til að vera andlega heil og hamingjusöm. 

Grunnþarfirnar eru                                                                                      

 

  • 1.    Ást og umhyggja
  • 2.    Áhrifavald og stjórn
  • 3.    Frelsi og sjálfstæði
  • 4.    Gleði og ánægja
  • 5.    Öryggi og lífsafkoma
     Kenningar Diane Gossen ganga út á að kenna börnunum að bera ábyrgð á hegðun sinni og að þau læri sjálfstjórn. Þeim er kennt að læra af mistökum sínum og að mistökin séu leið til að læra af og taka framförum í þroska.

,,Uppbygging sjálfsaga byggist á því að ýta undir sjálfsþekkingu“.

,    Sköpuð eru skilyrði til að barnið geti lagfært mistök sín, snúið aftur til hópsins og um leið vaxið og dafnað við hverja raun“.

    Við leggjum áherslu á að börnin velti fyrir sér spurningunni: Hvernig manneskja vil  ÉG vera? Fremur en að hugsa: Hvað fæ ég fyrir ef ég geri svona eða hinsegin?

    Mikilvægt er að hver og einn finni til ábyrgðar á hegðun sinni og sjái tilgang í því að koma vel fram, hvort sem einhver sér til eða ekki. Stefna byggir á innri umbun, einstaklingurinn finnur til innri gleði við að leggja sig fram. 


     Uppeldi á ekki að vera hlýðniþjálfun, öllu heldur er áhersla á að hafa sterka forystu, virkja aðra með umræðu, samstarfi og lýðræðislegum vinnubrögðum.

      Börnin læra að stjórna tilfinningum sínum. Ef eitthvað bregður út af eru málin rædd.

      Þarfahringurinn er notaður sem grunnur að lausn mála fremur en reglur og viðurlög.   


 

Jafnréttisáætlun Lágafellsskóla

Markmið jafnréttisstefnu Lágafellsskóla eru þau, að stuðla að því að allir eigi jafnan rétt og beri jafnar skyldur og að einstaklingum sé ekki mismunað.  


Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Lágafellsskóla er að finna hér á heimasíðu skólans.

  • Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur.  Stuðst er við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997.
Rýmingaræfingar eru haldnar öðru hvoru bæði undirbúnar og óundirbúnar. 


Rýmingaráætlun skólans er að finna hér á heimasíðu skólans.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira