logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmis konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. 

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra. Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Samvinna milli nemenda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöf nýtist nemandanum.

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða komið boðum með starfsfólki skólans.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

  • að veita ráðgjöf og upplýsingar vegna náms- og starfsvals að loknum grunnskóla
  • að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf
  • að veita ráðgjöf og leiðsögn um vinnubrögð í námi
  • að taka þátt í fyrirbyggjandi starfi í samráði og samvinnu við ýmsa aðila t.d. félagasamtök
  • að veita persónulega ráðgjöf


Náms- og starfsráðgjafar er: Eygerður Helgadóttir 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, sem varða námið, líðan þeirra í skólanum og fleira. Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa frá mánudegi til föstudags. Nemendur geta einnig bankað upp á eða fengið aðstoð foreldra/forráðamanna eða kennara við að bóka viðtal. Skrifstofan er á unglingagangi á þriðju hæð á móti stofu 303.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa skiptist í:

Náms- og starfsfræðsla:

  • Aðstoða nemendur við val á framhaldsnámi.
  • Skipulagning framhaldsskólaheimsókna.
  • Skipulögð vinnubrögð í námi bæði fyrir einstaklinga og hópa.
  • Áhugakönnun.

Persónuleg ráðgjöf,

  • Bæði í formi einstaklings- og hópráðgjafar.
  • Prófkvíði.
  • Prófundirbúningur.
  • Samskiptamál og líðan nemenda í skólanum.
  • Eineltismál.
  • Viðtöl við nýja nemendur og eftirfylgni.
  • Ýmiss önnur mál sem upp kunna að koma

 

Teymisvinna og ráð:

  • Eineltisteymi
  • Áfallateymi
  • Nemendaverndarráð

 

 Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.

 

 

Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla eiga rétt á skólavist í framhaldsskóla samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr.92/2008.

 

Bendill - rafræn áhugakönnun bendill.is

 

Bendill er mats- og upplýsingakerfi sem hannað er til að aðstoða þá sem taka þurfa ákvarðanir um nám eða starfsvettvang. Í ráðgjöf um náms- og starfsval er lögð áhersla að fólk velji nám og síðar starf, sem hæfir áhuga þeirra. Þetta er mikilvægt og ýtir undir ánægju í starfi og að hverjum og einum vegni vel á vinnumarkaði. Bendil má nota annarsvegar til að meta starfsáhuga og hinsvegar til að afla upplýsinga um nám og störf.

 

Nemendur í 10. bekk geta tekið áhugakönnunina hjá náms- og starfsráðgjafa Lágafellsskóla.

 

Frekari upplýsinga varðandi val á framhaldsskóla er hægt að nálgast hjá náms- og starfsráðgjafa.

 

 Tenglar á ýmsa framhaldsskóla

 

Höfuðborgarsvæði

·         Borgarholtsskóli

·         Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

·         Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

·         Fjölbrautaskólinn við Ármúla

·         Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

·         Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ   

·         Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

·         Iðnskólinn í Hafnarfirði

·         Kvennaskólinn í Reykjavík

·         Menntaskólinn í Kópavogi

·         Menntaskólinn í Reykjavík

·         Menntaskólinn við Hamrahlíð

·         Menntaskólinn við Sund

·         Myndlistaskólinn í Reykjavík

·         Tækniskólinn

·         Verslunarskóli Íslands

 

Utan höfuðborgarinnar

·         Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

·         Fjölbrautaskóli Snæfellinga

·         Fjölbrautaskóli Suðurlands

·         Fjölbrautaskóli Suðurnesja

·         Fjölbrautaskóli Vesturlands

·         Framhaldsskóinn á Laugum

·         Framhaldsskóli í Austur - Skaftafellssýslu

·         Framhaldsskólinn á Húsavík

·         Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

·         Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

·         Menntaskólinn að Laugarvatni

·         Menntaskólinn á Egilsstöðum

·         Menntaskólinn á Ísafirði

·         Menntskólinn á Akureyri

·         Menntaskólinn á Tröllaskaga

·         Myndlistaskólinn á Akureyri

·         Verkmenntaskóli Austurlands

·         Verkmenntaskólinn á Akureyri

 

Upplýsingar um ýmis iðnstörf og námsleiðir er hægt að nálgast á Iðan - fræðslusetur

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira