logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lokakeppni í Stóru upplestrarkeppninni 21.mars

22/03/2024

21. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ fram í hátíðarsal Lágafellsskóla.

Tólf nemendur í 7. bekk úr Lágafellsskóla, Kvíslar- og Helgafellsskóla lásu texta og ljóð eftir skáld keppninnar.

Lágafellsskóli er ákaflega stoltur af þeim nemendum sem kepptu fyrir hönd skólans en það voru Egill Nói Líndal Hjartarson 7.SÁR, Eva Jónína Daníelsdóttir 7.BMB, Guðný Magnea Ísleifsdóttir 7.BMB og Guðrún Klara Daníelsdóttir 7.SÁR. Þjálfari liðsins síðustu vikurnar var Ýr Þórðardóttir íslenskukennari en fram að því sáu umsjónakennarar um þjálfun.

Allir keppendur stóðu sig með miklum sóma. Fyrstu tvö sætin féllu í hlut Kvíslarskólar þar sem Rakel stóð uppi sem sigurvegari keppninnar og Þorsteinn Flóki hlaut önnur verðlaun. Í þriðja sæti var svo Eva Jónína Daníelsdóttir úr 7.BMB í Lágafellsskóla og óskum við henni sérstaklega til hamingju með árangurinn.

Jafnframt hlaut Sofie Þórunn Þórðardóttir Araque viðurkenningu fyrir glæsilega myndskreytingu sem var á forsíðu dagskrá keppninnar og svo spiluðu þrír nemendur úr 7.bekk Lágafellsskóla sem jafnframt eru nemendur í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar á gítar og píanó en það voru þeir Dagur Magnússon og Egill Orri Guðmundsson á gítar og Emil Huldar Jónasson á píanó.

 

Til hamingju öll og Lágafellsskóli er svo sannarlega stoltur af öllum þessum efnilegum ungmennum.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira