logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir mánuðum

Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018

28/02/18Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018
Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2018 fer fram frá 1. mars til 20. mars og skal sótt um í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl. Umsóknir fyrir nýtt skólaár endurnýjast ekki sjálfkrafa.
Meira ...

Fókus hópurinn í heimsókn

28/02/18Fókus hópurinn í heimsókn
Fókus hópurinn sem tekur þátt í Evróvision undankeppninni hérlendis kom í heimsókn til okkar og tóku lagið sitt Aldrei gefast upp bæði á íslensku og ensku. Hópnum var vel tekið af nemendum skólans sem flest öllu kunnu lagið og sungu hressilega með. Hópurinn samanstendur af 5 söngvurum sem eru Eiríkur Þór Hafdal, Karitas Harpa Davíðsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Rósa Björg Ómarsdóttir og Sigurjón Örn Böðvarsson.
Meira ...

Listaskóli Mosfellsbæjar í heimsókn

23/02/18Listaskóli Mosfellsbæjar í heimsókn
Mán. 19/2 og fim. 22/2 komu nemendur úr Listaskól Mosfellsbæjar í heimsókn til okkar og spiluðu fyrst fyrir nemendur á Höfðabergi og síðan fyrir nemendur í 3.-7. b. í Lágafellsskóla. Leikið var m.a. á píanó, fiðlu, gítar, trommur, hljómborð og einnig var sungið. Í lokin kom tvær hljómsveitir nemenda fram og slógu rækilega í gegn með glæsilegu spili og söng.
Meira ...

Þemadagar 20. - 21. feb.

21/02/18
Þemadagar voru haldnir í Lágafellsskóla 20. og 21. feb. þar sem hefðbundið skólastarf var lagt til hliðar og unnið með með eftirfarandi efni. 1. -2. bekkur: Álfar og tröll, 3. -7. bekkur: Disney og 8. – 10. bekkur Hairsprey (bíómyndina). Vinnustöðar voru mjög fjölbreyttar og mikil gleði ríkti meðal nemenda og starfsmanna þessa daga. Myndir lýsa þessu skemmtilegum dögum best.
Meira ...

Öskudagur

14/02/18Öskudagur
Stór skemmtilegur öskudagur með karnival skemmtun undir stjórn tómstundafræðinganna Daníels, Ívars Orra og Örnu Rósar ásamt nemendum úr nemendaráði skólans fór fram í sal skólans þar sem allskonar furðuverur skemmtu sér vel saman.
Meira ...

Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólum Mosfellsbæjar

01/02/18Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólum Mosfellsbæjar
Haustið 2017 hófst vinna við að undirbúa sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Forsenda tækniframfara í skólunum er fartölvuvæðing kennara og fagfólks, fjölgun spjaldtölva fyrir nemendur og að bæta tækniumhverfi skólanna almennt.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira