logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir mánuðum

Skólasund hefst á ný mið. 7/4

06/04/21
Skv. niðurstöðu Heilbrigðisráðuneytisins og með vísan til 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 356/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur skólasund hafist á ný á morgun, mið. 7/4 þó svo að sundstaðir séu almennt lokaðir til 15/4.
Meira ...

Skólahald eftir páska

01/04/21
Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tekur gildi á morgun, 1. apríl, og gildir til 15. apríl. Reglugerðin er þess eðlis að skólastarf verður að mestu leyti með venjubundnu sniði eftir páska þó innan þeirra marka sem reglugerðin setur hverju skólastigi. Á grunnskólastigi er verið að athuga með undaþágu vegna skólasunds þar sem sundalugar eru lokað til 15. apríl. Kennsla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefst kl. 10.00, þriðjudaginn 6. apríl en annað skólastarf er samkvæmt venju. Í Lágafellsskóla hefst kennsla á elsta stigi skv. stundaskrá kl. 9:55 og rúta fyrir 8.-GG og 8.-LH fer 9:50 en íþróttatíminn þeirra að Varmá hefst kl. 10:05. ATH. að kennsla hjá 9.-GH og 9.-HP hefst samt ekki fyrr en 10:40 skv. stundaskrá þeirra. Kennsla hjá 1. – 7.bekk hefst kl.10:00.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira