logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir mánuðum

Veðrið þri. 28.sep.

28/09/21
Líkt fram hefur komið sl ár, þá er tilgangurinn með „nýju“ veður leiðbeiningunum að fólk geti fylgst með viðvörunum frá Veðurstofu Íslands í gegnum fjölmiðla, þar sem allir fjölmiðlar greina frá lita viðvörunum og fylgt þeim eftir út frá þeim lit sem Veðurstofan gefur út. Fólk getur þá skipulagt sig út frá leiðbeiningunum í sínu starfi, hvort sem um ræðir starfsfólk skóla eða foreldra / forráðamenn. í dag er gul viðvörun seinni partinn vindur um 16 m á sek og grenjandi rigning en ekki hálka, m.ö.o. skólastarf og frístundastarf á að geta gengið með eðlilegum hætti en þau börn sem ganga heim úr frístund kl 16 – það er á ábyrgð forráðamanna að láta vita ef þau eiga ekki að ganga heim heldur verði sótt. https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi
Meira ...

Skóladagatal Frístundar

23/09/21
Núna er skóladagatal Frístundar komið inn á heimasíðuna þar sem sjá má á hvaða leyfisdögum þar sé opið og hvenær þurfi sérskráningu t.d. í vetrar-, jóla- og páskaleyfum. http://www.lagafellsskoli.is/library/Skoladagatol/Fr%c3%adstundadagatal%2021-22.xls.pdf
Meira ...

FORELDRAR ATHUGIÐ. veðrið þri. 21/9.

21/09/21
Appelsíngulviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá 13:30 - 17:00 Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínu gula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.sjá nánar https://www.facebook.com/Slokkvilidid
Meira ...

Seinni bólusetning nemenda sem eru fæddir 2006 - ág. 2009

07/09/21
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að bólusetja 12-15 ára börnin með seinni skammtinum á mánudaginn 13. sep. og þriðjudaginn 14. sep. í Laugardalshöllinni. Þetta gekk mjög vel síðast og því stefna þau á að nota bara sama fyrirkomulag. Í viðhengi eru sömu upplýsingar og síðast bara með nýjum dagsetningum
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira