logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir mánuðum

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk

21/03/18Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk
Í tilefni 20 ára afmælis hátíðarinnar hér í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í stað þess að hafa hana í öðrum hvorum grunnskólanum líkt og venjulega. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla. Keppendur fyrir hönd Lágafellsskóla voru: Emma Ósk Gunnarsdóttir 7.-ÁPR, Hugi Tór Haraldsson 7.-MLG, Jóhanna Lilja Þórarinsdóttir 7.-AH, Thelma Rún Halldórsdóttir 7.-AH og Trausti Þráinsson 7.-MLG. Þjálfari þeirra var María Lea Guðjónsdóttir Allir keppendur okkar stóðu sig með miklum sóma en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson 7-HH Varmárskóla hlaut fyrsta sætið, annað sætið hlaut Emma Ósk Gunnarsdóttur 7.-ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið fékk Guðrún Embla Finnsdóttir 7.-ÁB Varmárskóla. Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju.
Meira ...

Samræmdu enskuprófi frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/18
Því miður komu aftur upp erfiðleikar við fyrirlögn í samræmdu prófunum í morgun. Neðangreindur póstur barst okkur rétt í þessu frá MMS: Það hafa verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur. Enskuprófið gengur ekki sem skyldi. Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess. Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku. Menntamálastofnun harmar þetta mjög.
Meira ...

Undankeppni í Stóru upplestrarkeppninni

05/03/18Undankeppni í Stóru upplestrarkeppninni
11 glæsilegir fulltrúar í 7.bekk kepptu fös. 2/3 um það hvaða fimm aðilar yrðu fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer við nemendur úr Varmárskóla þri. 20/3 kl. 17:30 í FMOS en þetta er í tuttugasta skiptið sem keppnin er haldin hér í bænum.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira