logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk

21/03/2018

Í tilefni 20 ára afmælis hátíðarinnar hér í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í stað þess að hafa hana í öðrum hvorum grunnskólanum líkt og venjulega. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla. Keppendur fyrir hönd Lágafellsskóla voru: Emma Ósk Gunnarsdóttir   7.-ÁPR, Hugi Tór Haraldsson   7.-MLG, Jóhanna Lilja Þórarinsdóttir   7.-AH, Thelma Rún Halldórsdóttir   7.-AH og Trausti Þráinsson 7.-MLG. Þjálfari þeirra var María Lea Guðjónsdóttir

Allir keppendur okkar stóðu sig með miklum sóma en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson 7-HH Varmárskóla hlaut fyrsta sætið, annað sætið hlaut Emma Ósk Gunnarsdóttur 7.-ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið fékk Guðrún Embla Finnsdóttir 7.-ÁB Varmárskóla.  Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju.

Af þeim tuttugu skiptum sem keppnin hefur varið haldin í Mosfellsbæ hafa Lágafellsskóli og Varmárskóli mæst 16 sinnum. Þar af hefur Lágafellsskóla unnið í 9 skipti. Einn af fyrri sigurvegurum, Fjóla Rakel Ólafsdóttir sem vann keppnina fyrir hönd Lágafellsskóla 2009 flutti stuttu ræðu um það hversu svona keppni gefur manni mikið sjálfstraust og öryggi út í lífið og býr mann vel undir frekara nám á framhalds- og háskólastigi.

Tónlistaratriði kvöldsins voru í höndum skólakórs Varmárskóla og þeim Jóhönnu Lilju og Emmu Óskar sem spiluðu fjórhent á píanó. 

Myndir frá keppnininn má sjá hér,  Smella       en það var Kristín Ásta Ólafsdóttir sem tók myndirnar fyrir hönd keppninnar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira