logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Skipulagsdagur mánudaginn 3.jan. 2022

30/12/21Skipulagsdagur mánudaginn 3.jan. 2022
Skv. skóladagatali Lágafellsskóla var 3.janúar skipulagður í grunnskólanum sem starfsdagur svo að þetta hefur engin áhrif á þá ákvörðun. Hinsvegar átti að vera opið á Höfðabergi (3ja - 5 ára) en þar verður lokað og skipulagsdagur verður hjá starfsfólkinu þar.
Meira ...

Jólafrí

21/12/21Jólafrí
Jólfrí nemenda hefst 21. desember og stendur til og með 3. janúar. Það verður opið í frístund fyrir þá sem hafa skráð sig 21. - 23. desember og svo 28. - 29. desember en lokað að öðru leyti þar sem lágmarks skráning náðist ekki.
Meira ...

Stofujól

14/12/21Stofujól
8. -10. bekkur verður með stofujól fim. 16/12 frá kl. 18-20 og svo verður ball frá 20-22:30 fyrir þá sem vilja. 1. - 7. bekkur verður með stofujól mán. 20/12 frá kl. 10-12, boðið upp á gæslu fyrir og eftir fyrir nemendur í 1. - 4.bekk.
Meira ...

Jólamatur 10/12 og pizza 20/12

03/12/21Jólamatur 10/12  og pizza 20/12
Jólamatur nemenda: Jólaskinka með paprikukrydduðum kartöflum, grænar baunir, rauðkál og brún sósa. Til drykkjar er ávaxtasafi (appelsínu- eða eplasafi) og íspinni í desert. Þeir sem ekki eru skráðir í mötuneyti geta keypt sér staka máltíð á 600 kr. og greiða fyrir það hjá ritara, fyrir miðvikudaginn 8.desember, en einnig má leggja inn á reikning 549-26-2240 kt. 500904-2240 og passa þá að skrá bekk og nafn nemenda sem verið er að kaupa fyrir og senda staðfestingu á asta@lagafellsskoli.is
Meira ...

Skreytingadagur í Lágafellsskóla föstudaginn 26.nóvember 2021

24/11/21Skreytingadagur í Lágafellsskóla föstudaginn 26.nóvember 2021
Skreytingadagurinn okkar verður aftur óhefðbundinn í ár að því leyti að ekki er mögulegt að taka á móti foreldrum inn í skólann. Nemendur og starfsfólk mun gera sér glaðan dag, skreyta stofur, föndra, njóta samveru, drekka súkkulaði og maula á smákökum. Skólinn býður heitt súkkulaði en nemendur koma með smákökur að heiman. Minnum á að skólinn okkar er hnetulaus.
Meira ...

Rafrænt íbúaþing um menntastefnu

18/11/21Rafrænt íbúaþing um menntastefnu
Íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar verður rafrænt. Þema þingsins er: Hvað er góður skóli? Þetta er kjörið tækifæri til að hafa áhrif á mótun stefnunnar og við hvetjum sem flesta til að taka þátt. Skráning á mos.is.
Meira ...

Foreldraviðtöl

29/10/21
Foreldraviðtöl fara fram þriðjudaginn 2.nóvember. Foreldrar skrá sig í viðtal í gegnum mentor.is kv. leiðbeiningum sem sendar voru í pósti.
Meira ...

Skólaþing Mosfellsbæjar

18/10/21Skólaþing Mosfellsbæjar
Þann 11.október var haldið skólaþing vegna vinnu við nýja og bætta menntastefnu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Lesfimi - niðurstöður skólans í september

15/10/21Lesfimi - niðurstöður skólans í september
Frábær árangur í lesfimi Lágafellsskóli hefur sett sér skýra og hnitmiðaða lestrarstefnu til að nemendur skólans nái marktækum árangri í lestri. Stefnan snýr fyrst og fremst að því að sameina vinnuskipulag, verkferla og að gera lestrarkennsluna betri og skilvirkari. Þessi vinna hefur skilað frábærum árangri. Í september voru lögð fyrir nemendur lesfimipróf og er árangurinn aldeilis frábær. Þessum frábæra árangri má þakka miklum metnaði nemenda og starfsfólks ásamt góðri samvinnu heimilis og skóla. Lestur er bestur!
Meira ...

Lestrarákið Eldgos

12/10/21Lestrarákið Eldgos
Lestrarátakið "Eldgos" hófst í Lágafellsskóla í gær og stendur í 9 daga eða fram til 19. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir lesa heima og í skólanum á skráningarblað sitt. Auk þess velja þeir hraunglóð (hjá kennara) og skrá á hana þær mínútur sem þeir lesa næstu þrjá daga. Því næst klippa þeir hraunglóðina út og festa hana upp við fjallið sem búið er að útbúa á gráa vegginn við matsal Lágafellsskóla. Þetta gera þeir á þriggja daga fresti þar til lestrarátakinu lýkur og í lok átaksins á hver nemandi þrjár hraunglóðir á eldfjallinu. Áfram lestur!
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira