logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Skólaþing Mosfellsbæjar

18/10/2021

Þann 11.október var haldið skólaþing vegna vinnu við nýja og bætta menntastefnu Mosfellsbæjar.

Þingið var haldið í nýjum og glæsilegum sal Helgafellsskóla.  Þingið var þrískipt og fengu nemendur, starfsfólk ásamt foreldrum/íbúum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Ljómandi góð þátttaka var á þinginu og fóru 26 kátir nemendur úr Lágafellsskóli á þingið.  Nemendum skólans var hrósað fyrir góða framgöngu á þinginu, þátttöku í umræðum og hugmyndaauðgi.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt, nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum þeim sem lögðu sitt af mörkum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira