logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir

Laus störf hjá Lágafellsskóla skólaárið 2018-19

09/05/18Laus störf hjá Lágafellsskóla skólaárið 2018-19
Okkur vantar á næsta skólaári nokkra nýja starfsmenn í okkar frábæra hóp. Um er að ræða stöður fagreinga- og umsjónarkennara, skólaliða, stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur. Endilega kynnið ykkur hvað er í boði með því að smella á fyrirsögnina.
Meira ...

Stelpur og tækni í 9.bekk

04/05/18Stelpur og tækni í 9.bekk
Fimmtudaginn 3.maí var stelpunum í 9.bekk boðið á viðburðinn Stelpur og tækni sem haldinn var í fimmta sinn. Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin

03/05/18Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrakeppnin er sett 16.nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 4.bekk Lágafellsskóla hafa tekið þátt í keppninni undanfarin átta ár eða frá upphafi hennar.
Meira ...

Sigurvegari í smásagnakeppni RÚV

03/05/18Sigurvegari í smásagnakeppni RÚV
Árni Hrafn Hallsson 9 ára nemandi í 4.HES sendi inn sögu í smásagnkeppni RÚV. Sagan hans, Bókavandræði, var valin smásaga ársins í aldursflokknum 6-9 ára og hlaut hann verðlaun við hátíðlega athöfn á menningarhátíð barnanna, Sögur, í Hörpunni.
Meira ...

Ruslatínsla á skólalóðinni

02/05/18Ruslatínsla á skólalóðinni
Nemendur í 3.bekk hafa verið að læra ýmislegt um umhverfismál síðast liðinn mánuð. Nokkrir kátir og úrræðagóðir nemendur í 3-EÓ tóku það upp hjá sjálfum sér að fá lánaða hanska og poka og nýttu svo frímínútur til að tína rusl af skólalóðinni og setja í poka.
Meira ...

Úrslit stærðfræðikeppni grunnskólanna 2018

10/04/18Úrslit stærðfræðikeppni grunnskólanna 2018
Nemendur elsta stigs í Lágafellsskóla stóðu sig mjög vel í stærðfræðikeppnum gunnskólanema sem fram fóru í mars. Um 36 nemendur fóru frá okkur í keppnina í Borgarholtsskóla og einn nemandi tók þátt í MR keppninni.
Meira ...

Söngleikurinn Grease

04/04/18Söngleikurinn Grease
Leiklistaval skólans í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttir setur upp hinn sívinsæla söngleik Grease. Aðeins verður um 5 sýningar að ræða
Meira ...

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk

21/03/18Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk
Í tilefni 20 ára afmælis hátíðarinnar hér í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í stað þess að hafa hana í öðrum hvorum grunnskólanum líkt og venjulega. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla. Keppendur fyrir hönd Lágafellsskóla voru: Emma Ósk Gunnarsdóttir 7.-ÁPR, Hugi Tór Haraldsson 7.-MLG, Jóhanna Lilja Þórarinsdóttir 7.-AH, Thelma Rún Halldórsdóttir 7.-AH og Trausti Þráinsson 7.-MLG. Þjálfari þeirra var María Lea Guðjónsdóttir Allir keppendur okkar stóðu sig með miklum sóma en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson 7-HH Varmárskóla hlaut fyrsta sætið, annað sætið hlaut Emma Ósk Gunnarsdóttur 7.-ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið fékk Guðrún Embla Finnsdóttir 7.-ÁB Varmárskóla. Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju.
Meira ...

Samræmdu enskuprófi frestað vegna tæknilegra örðugleika.

09/03/18
Því miður komu aftur upp erfiðleikar við fyrirlögn í samræmdu prófunum í morgun. Neðangreindur póstur barst okkur rétt í þessu frá MMS: Það hafa verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur. Enskuprófið gengur ekki sem skyldi. Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess. Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku. Menntamálastofnun harmar þetta mjög.
Meira ...

Undankeppni í Stóru upplestrarkeppninni

05/03/18Undankeppni í Stóru upplestrarkeppninni
11 glæsilegir fulltrúar í 7.bekk kepptu fös. 2/3 um það hvaða fimm aðilar yrðu fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer við nemendur úr Varmárskóla þri. 20/3 kl. 17:30 í FMOS en þetta er í tuttugasta skiptið sem keppnin er haldin hér í bænum.
Meira ...

Síða 1 af 14