logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir

Dagur íslenkrar tungu

20/11/17Dagur íslenkrar tungu
Á degi íslenskrar tungu 16. nóvemberg fóru krakkar úr 8.bekk Lágafellsskóla og lásu fyrir börnin á Huldubergi. Þetta var tókst vel og var mjög skemmtilegt. Nemendur tóku með sér bækur af safni skólans og jafnvel að heiman og lásu fyrir tveggja til fjögurra ára börn á leikskólanum sem höfðu gaman af.
Meira ...

First Lego League - LEGO boys

15/11/17First Lego League - LEGO boys
Keppnin First Lego League var haldin 11/11. Lágafellsskóli sendi lið til þátttöku en þeir nemendur hafa verið í Legó- vali í haust. Hópurinn vann til verðlauna og var heiðraður af samnenemendum sínum og starfsmönnum með stuttri athöfn í sal skólans.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla

14/11/17Laus störf við Lágafellsskóla
Grunn- og leikskólakennara vantar til starfa við skólann ásamt stuðningsfulltrúum og frístundaleiðbeinenda. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Hafragrautur til sölu í mötuneyti skólans

06/11/17
Nú nýverið bættist til sölu í mötuneyti skólans hafragrautur í instant pakkningum sem aðeins þarf að setja heitt vatn saman við. Þetta eru tvær gerðir þessi klassíski og svo með eplum. Pakkninginn kostar 150 kr.
Meira ...

Skólahlaup UMSK fyrir 4. -7. bekk

06/10/17Skólahlaup UMSK fyrir 4. -7. bekk
Hið árlega skólahlaup á vegum UMSK fór fram fim. 5/10 í blíðskaparveðri á Kópavogsvelli. Allir grunnskólar á sambandsvæði UMSK mega taka þátt. Mjög góð þátttaka var hjá nemendum í Lágafellsskóla og hlupu um ¾ nemenda í 4. – 7. bekk. Skólinn náði 6 nemendum á verðlaunapall sem er glæsilegur árangur.
Meira ...

Forvarnarfræðsla Magga Stef

03/10/17Forvarnarfræðsla Magga Stef
Þessa dagana er Magnús Stefánsson með fræðslu fyrir nemendur skólans. Hver árgangur fær sinn eigin tíma hjá honum. Forvarnarfræðsla Magga Stef er forvarnarstarf sem byggir á 16 ára reynslu Magnúsar Stefánssonar af svokallaðari Marítafræðslu, sem hann starfaði með í grunn- og framhaldsskólum Íslands frá 2001 fram til 2016.
Meira ...

Endurskinsvesti að gjöf til nemenda í 1. og 2. bekk

06/09/17
Allir nemendur í 1. og 2. bekk í Mosfellsbæ fengu í dag afhent til eignar endurskinsvesti frá Heilsuvin, heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ, í samvinnu við TM. Nauðsynlegt er að vera vel merktur í umferðinni nú þegar skyggja fer.Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskins þess vegna nauðsynleg.
Meira ...

Kynningarfundir

04/09/17Kynningarfundir
Kynningarfundir fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í Lágafellsskóla verða á tímabilinu 7. - 14. sep. Smellið á fyrirsögnina til að lesa nánar.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla

01/09/17Laus störf við Lágafellsskóla
Við skólann eru laus störf nú þegar vegna forfalla og eins allan veturinn. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Gjaldfrjáls grunnskóli í Mosfellsbæ

15/08/17Gjaldfrjáls grunnskóli í Mosfellsbæ
Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar).
Meira ...

Síða 1 af 12