logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lestrarstefna Lágafellsskóla

28/08/2020

Lágafellsskóli hefur sett sér skýra  og hnitmiða lestrarstefnu. Stefnan snýr fyrst og fremst að því að sameina vinnuskipulag, verkferla og að gera lestrarkennsluna betri og skilvirkari.

Markmiðið er að halda markvissa skrá utan um allar niðurstöður til að geta fylgst með framförum nemenda í lestri.

Með markvissari skráningum og verkferlum verður hægt að grípa fyrr til snemmtækrar íhlutunar og setja af stað úrræði og aðstoð fyrir nemendur sem ekki ná viðmiðum á matstækjum skólans. Með snemmtækri íhlutun er hægt að aðstoða og efla nemendur á fyrstu stigum í læsisnámi og koma í veg fyrir mikla námserfiðleika og neikvæða upplifun af skólagöngu seinna meir.

Markmiðið er að ná meiri skilvirkni og betri lestrarkennslu. Verkefnapökkum er ætlað að auka samstarf heimila og skóla og með sameiginlegu átaki er ætlunarverkið að ná þeim nemendum sem ekki ná viðmiðum upp í þar til sett viðmið.

Tilgangur lestrarstefnunnar er að allir nemendur nái eins góðum árangri og þeir hafa forsendur til í lestri og að lestrarkennslan verði öllum nemendum gott veganesti þegar þeir ljúka skólagöngu sinni í Lágafellsskóla.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér stefnuna í heild sinni inni á heimasíðu skólans. http://www.lagafellsskoli.is/skolastarfid/stefnur-og-aaetlanir/lestur/ 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira