logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

28/02/20Stærðfræðikeppni grunnskólanna
Keppnin var fyrir nemendur á unglingastigi. Nemendur úr 8. og 9. bekk Lágafellsskóla náðu þeim frábæra árangri að vera meðal 10 efstu í sínum árgangi og áttum við nemendur í fyrsta sæti bæði í 8. og 9.bekk. ​
Meira ...

Hvernig forðast eigi smit við COVID-19 veirunni

28/02/20
Hér eru mikilvægar upplýsingar um hvernig forðast eigi smit við Covid19 veirunni og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Smellið á fyrirsögn til að sjá nánar
Meira ...

Bolludagur og öskudagur

18/02/20
Hefð er fyrir því að nemendur megi koma með bollu í skólann til að borða í nestistíma á bolludag sem nú ber upp á mánudag 24. febrúar. Vinsamlega athugið að koma ekki með bollur sem hnetur eru í. Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að koma í búningum í skólann.
Meira ...

Almennt skólahald fellur niður í Mosfellsbæ fös. 14.febrúar - Red Weather Alert – people should stay at home

13/02/20Almennt skólahald fellur niður í Mosfellsbæ fös. 14.febrúar - Red Weather Alert – people should stay at home
Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar sem og frístund verða engu að síður opin með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – hér er átt við fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Allur skólaakstur fellur niður.
Meira ...

Notendahandbók fyrir aðstandendur um Mentor

10/02/20
Mentor er búinn að gefa út Notendahandbók fyrir aðstandendur um Mentor sem einnig má finna undir flipanum Hagnýtt.
Meira ...

Heimanámsaðstoð Rauða krossins

31/01/20Heimanámsaðstoð Rauða krossins
Minnum á heimanámsaðstoð Rauða krossins fyrir alla nemendur skólans á fimmtudögum á bókasafninu.
Meira ...

Stjörnutjaldið hjá 6.bekk

27/01/20Stjörnutjaldið hjá 6.bekk
Foreldrafélag Lágafellskóla bauð nemendum í 6.bekk sem eru að læra um himingeiminn upp á stjörnuskoðun í stjörnutjaldinu sem sett var upp í sal skólans. Stjörnutjaldið er er uppblásið kúlutjald með skjávarpa og gleiðlinsu í miðjunni og varpar myndum af himinhvolfinu á loft og veggi tjaldsins.
Meira ...

Vegna veðurs fim. 23.janúar

23/01/20
Foreldrar og forráðamenn nemenda yngri en 12 ára
Meira ...

Vegna veðurs þri. 14.janúar. - óhætt að nem. labbi einir heim

14/01/20
Enn er gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu, og gildir hún til 02:00 þann 15. janúar. Það verður hvasst á svæðinu en hvassast norðantil. Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir Það er búið að ryðja stíga nokkuð vel svo ég viti til, þannig að börn eiga að geta komist á milli staða og komist heim í dag. Það er ekki talin þörf á virkjun á áætlun um röskun á skólastarfi í dag.
Meira ...

Vegna veðurs þri. 14.janúar.

13/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að FYLGJA börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Enska: A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.
Meira ...

Síða 5 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira