logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir

Bæklingur um íþróttastarf ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna

26/02/21
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði hægt að nálgast í rafrænu formi á heimasíðum samtakanna www.isi.is og www.umfi.is en einnig í prentuðu formi á skrifstofum þeirra. Bæklingarnir eru til á arabísku, ensku, filippeysku, íslensku, litháísku, pólsku, tælensku og á víetnömsku.
Meira ...

Skráning í sumarleikskóla sumarið 2021

04/02/21
Skráning í sumarleikskóla sumarið 2021 Sumarleyfistímabil leikskóla Mosfellsbæjar er frá 15. maí. - 31. ágúst. Leikskólagjald fellur niður einn mánuð á ári, júlímánuð. Sumarleyfi barna er fjórar vikur (20 virkir dagar) sem þurfa að vera samfelldar. Hægt er að bæta við fimmtu vikunni í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka. Frá og með 9. júlí til og með 6. ágúst (4 vikur) er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinuð í sumarleikskóla sem verður á Hlaðhömrum.
Meira ...

Ungt fólk 2020 - niðurstöður á líðan nemenda í Mosfellsbæ í 8. -10.bekk

20/01/21
Inn á heimasíðuna eru komnar niðurstöður frá Rannsókn og greiningu 2020 sem gerð var meðal nemenda í 8.-10.bekk. Þessi skýrsla er fyrir allan Mosfellsbæ samanborin við landið. Þarna eru skýrslur bæði fyrir febrúar og október og því hægt að sjá að einhverju leiti hvaða áhrif Covid-19 hafði á líðan nemenda.
Meira ...

Skólastarf í janúar

04/01/21
Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur og foreldrar Þriðjudag 5.janúar og miðvikudag 6.janúar verður kennt skv. því skipulagi sem var í gildi í fyrir áramót.
Meira ...

Viðurkenningar vegna Stóru upplestrarkeppninnar 2019-2020

16/12/20Viðurkenningar vegna Stóru upplestrarkeppninnar 2019-2020
Í vor var búið að velja 5 keppendur í 7.bekk til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Vegna Covid varð að fresta og fresta og að lokum var sú ákvörðun tekin í haust að blása hana af.
Meira ...

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar

25/11/20Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar
Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar en þær eru gerðar samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands og í samræmi við það er farið yfir hlutverk foreldra/forsjáraðila. Efnið er að finna hér https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ og inn á heimasíðu skólans http://www.lagafellsskoli.is/hagnytt/ovedursaaetlun/
Meira ...

Skreytingadagur föstudaginn 27.nóvember

23/11/20
Skreytingadagurinn okkar verður óhefðbundinn þetta árið að því leyti að ekki er mögulegt að taka á móti foreldrum.
Meira ...

Óskilamunir

11/11/20
Búið er að taka myndir af ómerktum óskilafatnaði og setja myndirnar inn Facebook síðu skólans https://www.facebook.com/lagafellsskoli.is Endilega kíkið ef þið saknið einhvers.
Meira ...

Skipulag skólastarfsins 3. - 17. nóv.

02/11/20
Samkvæmt nýrri reglugerð um skólastarf höfum við skipulagt starfið út frá nýjum forsendum á meðan reglugerðin er í gildi eða til og með 17.nóvember. Skipulag miðast við að aldrei séu fleiri en 50 nemendur (1.-4.bekkur og leikskóli) eða 25 nemendur í hópi (5.-10.bekkur), hópar blandist ekki. Teymi hafa verið skipuð fyrir hvern árgang sem sinnir kennslu þess árgangs alfarið og kemur ekki að öðrum hópum.
Meira ...

Fréttatilkynning vegna skipulagsdags 2.nóv.

31/10/20Fréttatilkynning vegna skipulagsdags 2.nóv.
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki
Meira ...

Síða 8 af 30

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira