logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Þemadagar hjá 1. -7.bekk 15. - 17. okt.

11/10/19
Mæting og lok dags hjá 1. og 2. bekk á Höfðabergi er hefðbundinn þ.e. kl. 8:10-13:20. Mæting hjá 3. – 7. bekk er kl. 8:30 í sína umsjónarstofu. Allri kennslu lýkur kl. 13:20.
Meira ...

Bleikur föstudagur 11/10

09/10/19
Föstudagurinn 11. október 2019 er Bleiki dagurinn. Í tilefni dagsins ætlum við í Lágafellsskóla að klæðast bleikum fötum eða skreyta okkur með bleiku. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allir sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.
Meira ...

Öryggismyndavélar við Höfðaberg

27/09/19
Vegna ítrekaðra skemmdarverka á skólalóð Höfðabergs hafa verið settar upp fjórar öryggismyndavélar sem mynda lóðina. Myndavélarnar eru settar upp í öryggis- og eignarvörslutilgangi. Upptökur verða aðeins skoðaðar ef eignarspjöll koma upp og ekki nema tilefni sé til. Upptökurnar eru geymdar í 40 daga og aldrei afhentar öðrum en lögreglu og þá aðeins ef upp koma eignarspjöll.
Meira ...

Skýrsla um hagi og líðan nemanda í 5. - 7.bekk í Mosfellsbæ

26/09/19
Skýrsla frá Rannsókn og greiningu sem kynnt var á fundi með foreldrum í Mosfellsbæ mið. 26/9 er nú komin inn á heimasíðu skólans undir flipanum Hagnýtt.
Meira ...

Kynning á niðurstöðum könnunar um hagi og líðan ungs fólks í 5.-7. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar

23/09/19
Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar býður til kynningarfundar mið. 25/9 kl. 17 í FMOS. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu kynnir niðurstöður á könnun sem gerð var í vor
Meira ...

Skipulagsdagur þri. 24.sep.

23/09/19
Þriðjudaginn 24.sep. er skipulags-og fræðsludagur í grunn-og leikskólum bæjarins. Af þeim sökum fellur öll kennsla niður í Lágafellsskóla þennan dag og frístund verður lokuð. Leikskóladeildir á Höfðabergi eru opnar til kl. 12 en lokaðar eftir hádegi. Vetrarfrí verður síðan fim. 24. og fös. 25.okt. og skipulagsdagur mán. 28.okt. Frístund verður opin allan daginn í vetrarfríinu ef næg þátttaka fæst, sérskráning, og á venjulegum tíma á skipulagsdeginum kl.13:20 - 17:00 fyrir þá sem eru skráðir þar.
Meira ...

Frístundabíll á milli skóla í Mosfellsbæ

13/09/19
Sú nýbreytni verður í vetur að boðið verður upp á frístundabíl sem ekur á milli skólasvæða í Mosfellsbæ. Ekinn er ákveðinn hringur þrisvar sinnum yfir daginn sem hefst kl. 14:00, 14:25 og 15:25. Mælst er til þess að yngstu börnin gangi fyrir í þessum frístundaakstri.
Meira ...

Námsefniskynningar

28/08/19
Námsefniskynningar fyrir foreldra nemenda í 1.-10.bekk verða vikuna 9. - 13. sep. Smellið á fyrirsögn til að sjá nánar.
Meira ...

Skólasetning í hátíðarsal Lágafellsskóla fös. 23/8 fyrir 2.-10.bekk

08/08/19
Skólasetning í hátíðarsal Lágafellsskóla fös. 23/8 fyrir 2.-10.bekk og fyrsti skóladagur skv. stundatöflu mán. 26/8. Smellið á fyrirsögn til að sjá nánar.
Meira ...

Nýr skólastjóri tekur við í Lágafellsskóla

08/08/19Nýr skólastjóri tekur við í Lágafellsskóla
Þann 1.ág. tók Lísa Greipsson formlega við sem skólastjóri í Lágafellsskóla og tók við lyklunum af Jóhönnu Magnúsdóttur sem verið hefur skólastjóri frá upphafi skólans 2001.
Meira ...

Síða 2 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira