logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Öryggismyndavélar við Höfðaberg

27/09/2019

Þessi póstur fór heim til foreldra á Höfðabergi í dag:

Vegna ítrekaðra skemmdarverka á skólalóð Höfðabergs hafa verið settar upp fjórar öryggismyndavélar sem mynda lóðina.

Myndavélarnar eru settar upp í öryggis- og eignarvörslutilgangi. Upptökur verða aðeins skoðaðar ef eignarspjöll koma upp og ekki nema tilefni sé til.

Upptökurnar eru geymdar í 40 daga og aldrei afhentar öðrum en lögreglu og þá aðeins ef upp koma eignarspjöll.

 

Öryggismyndavélar eru einnig við aðalbyggingu Lágafellsskóla inni og á göngum og gilda sömu reglur varðandi afhendingu gagna

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira