logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Lágafellsskóla slitið í 16. sinn

17/06/17Lágafellsskóla slitið í 16. sinn
Í dag voru skólaslit hjá 1. - 9. bekk, en í gærkvöldi útskrifaðist 10. bekkur. Það voru glaðir og stoltir nemendur sem fóru með vitnisburð sinn út í sumarið. Á myndinni eru þær Birna Hlín og Dagbjört Lilja í 7. bekk sem hlutu verðlaun í 7. bekk fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og íslensku. Skóli hefst aftur 23. ág.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018

16/06/17Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018
Í okkar góða hóp vantar deildarstjóra fyrir 1.-2.bekk, umsjónarkennara á yngsta og miðstig ásamt þroskaþjálfa. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Skólaslit vorið 2017

30/05/17
Skólaslit verða hjá 1. – 9. bekk skólans miðvikudaginn 7. júní. Nemendur í 3. – 9. bekk mæta til stuttrar athafnar í sal skólans og að henni lokinni fara þeir í sína stofu með umsjónarkennara, fá afhentan vitnisburð og kveðja kennara sinn. Nemendur fara heim að þessu loknu. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Laxnessinn

24/05/17Laxnessinn
Hin árlega upplestrarkeppni meðal nemanda í 6. bekk um Laxnessbikarinn fór fram fös. 19. maí. Sigurvegari í ár var Hugi Tór Haraldsson úr 6.-MLG. Hann fékk til eignar bikarinn Laxnessinn og bókina, Sjálfstætt fólk, eftir skáldið. Keppnin er góð æfing fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer árlega í 7.bekk.
Meira ...

Ævar vísindamaður í heimsókn

24/05/17
Ævar vísindamaður kom í skólann í dag til að kynna nýju bókina sína Gestir utan úr geimnum. Embla Maren í 3. IRÍ sem var einn af sigurvegurunum í lestrarátaki Ævars vísindamanns þetta árið er einmitt sögupersóna í bókinni.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla

12/05/17Laus störf við Lágafellsskóla
Laus störf nú þegar á 5 ára leikskóladeild Höfðabergs og frá 1.ágúst við grunnskólann. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Gauragangur - Leiksýningar

03/05/17Gauragangur - Leiksýningar
Leiklistaval skólans frumsýnir Gauragang fös. 5/5 kl. 18. Aðrar sýningar verða lau. 6/5 kl. 18 og sun. 7/5 kl. 15 og 18. Hægt er m.a. að kaupa miða á skrifstofu skólans 5259200.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla

07/04/17Laus störf við Lágafellsskóla
Laus störf ný þegar á 5 ára leikskóladeild Höfðabergs og frá 1.ágúst við grunnskólann. Smellið á fyrirsögn til að lesa nánar.
Meira ...

Sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni

23/03/17Sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni
Eftir mjög tvísýna keppni var það Sigríður Ragnarsdóttir úr Varmárskóla sem hlaut fyrsta sætið, Rebekka Sunna Sveinsdóttir úr sama skóla var í öðru sæti og Harpa Dís Hákonardóttir úr 7-GIS Lágafellsskóla var í þriðja sæti. Við óskum þeim öllum svo og öðrum lesurum kvöldsins til hamingju með árangurinn.
Meira ...

“Out of the box”

22/03/17
Á dögunum fengum við heimsókn í skólann frá samstarfslöndum okkar í verkefninu „Out of the box“, Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Hingað komu 12 kennarar og dvöldu í viku í yndislegu vetrarveðri og norðurljósadýrð.
Meira ...

Síða 3 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira