logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni

23/03/2017
Fimmtudaginn 23. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ fram í hátíðarsal Lágafellsskóla. Sigríður Ragnarsdóttir úr Varmárskóla hlaut fyrstu sætið. Í öðru sæti varð svo Rebekka Sunna Sveinsdóttir einnig úr Varmárskóla og í þriðja sæti var Harpa Dís Hákonardóttir úr 7.-GIS Lágafellsskóla.  

Aðrir keppendur Lágafellsskóla voru Katrín Vala Arnarsdóttir 7.-JÞ, Katrín Sól Davíðsdóttir 7.-AH, Sara Dögg Ásþórsdóttir 7.-AH og Sævar Atli Hugason 7.-JÞ. Þau stóðu sig öll frábærlega og voru sjálfum sér, foreldrum sínum og skóla til mikils sóma.

Gestir fengu að hlusta á keppendur flytja brot út sögunni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og ljóð eftir  Steinunni Sigurðardóttur auk þess sem nemendur fluttu sjálfvalin ljóð.  

Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög og Íris Torfadóttir úr Listaskóla Mosfellsbæjar lék á fiðlu. Lágafellsskóli óskar öllum keppendum bæði úr Varmár-og Lágafellskóla innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir ánægjulegt kvöld.

Myndir frá kvöldinu

Myndir af síðu Varmárskóla má finna hér 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira