logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Ævar vísindamaður í heimsókn

24/05/2017
Ævar vísindamaður kom í skólann í dag til að kynna nýju bókina sína Gestir utan úr geimnum. Embla Maren í 3. IRÍ sem var einn af sigurvegurunum í lestrarátaki Ævars vísindamanns þetta árið er einmitt sögupersóna í bókinni.
Ævar hvatti nemendur til að vera duglega að lesa í sumar því hann ætlar að halda áfram með lestrarátak sitt næsta vetur. Hann mun hafa sama háttinn á, þ.e. í lok lestrarátaksins verða nokkrir krakkar dregnir út og gerðir að persónum í fjórðu bók hans um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem mun að þessu sinni fjalla um ofurhetjur. Bækur Ævars eru prentaðar með sérstöku letri sem auðveldar lesblindum að lesa.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira