logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lágafellsskóli símalaus skóli

04/02/2024

Það er gaman að segja frá því að fyrstu dagar í símaleysi gengu vel. 

Á skólaþingi um miðjan janúar fengu nemendur tækifæri til að koma með hugmyndir að afþreyingu í frímínútum og þessa fyrstu daga gátu nemendur pússlað, spilað, farið í pílu og prjónað.  

Afþreyingin mæltist vel fyrir og gaman að sjá nemendur sitja saman, spila, spjalla og leika sér.  Bólið er einnig opið og margir nemendur sem sækja þangað eins og áður.

Ýmsar aðrar hugmyndir komu frá nemendum og stefnt er að því að bæta við afþreyingu á næstu vikum í samvinnu við nemendur sem koma að skipulagningu og utanumhaldi.  Töluvert margir nemendur hafa verið ákaflega jákvæðir og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum svo verkefnið heppnist vel.  

Við höldum ótrauð áfram með jákvæðnina að leiðarljósi.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira