logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttatilkynning

08/09/2023

Kæru foreldrar

Því miður átti sér stað atburður í Lágafellsskóla í gær að persónuupplýsingar um ákveðinn hóp nemenda rötuðu á samfélagsmiðla.

Umræddar upplýsingar hafði kennari skráð í minnisbók í kjölfar skilafundar í ágúst þegar árgangurinn var að flytjast milli stiga innan skóla, af miðstigi yfir á unglingastig.

Ljóst þykir að skráning, innihald og orðlag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna.

Fyrstu viðbrögð skólans voru að tilkynna atvikið til Persónuverndar á sama tíma og haft var sambandi við foreldra umræddra nemenda og þeir upplýstir um atvikið. Þá var rætt við nemendurna sjálfa og þeir beðnir afsökunar.

Skólinn og skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum og munu gera allt til að lágmarka skaðann sem af því hlýst. Börnum verður boðinn sálrænn stuðningur og verið er að setja saman áætlun um hvernig þeim stuðningi verður nákvæmlega háttað.

Atvikið er harmað og skólinn og skólayfirvöld biðjast auðmjúklega afsökunar á því. Nú í framhaldinu munu skólayfirvöld leggjast á eitt um að bæta fyrir skaðann og fyrirbyggja að viðlíka atvik komi aftur upp innan skóla sveitarfélagsins.

Lísa Greipsson,

Skólastjóri Lágafellsskóla

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira