logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Lokakeppni í Stóru upplestrarkeppninni

24/03/2023
Fim. 23.mars var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Mosfellsbæ. Fulltrúar Lágafellsskóla í keppninni í ár voru Emelía Dagbjört Thorlacius 7.-ÁPR, Hrafnhildur Rut Njálsdóttir 7.-RG, Kristján Magnús Davíðsson 7.-AH og Sunneva Jónatansdóttir 7.-RG og stóðu þau sig öll frábærlega vel. Þjálfari liðsins var Ýr Þórðardóttir sem ásamt umsjónarkennurum árgangsins Arnari, Árna Pétri, Drífu Björk og Rósu hafa þjálfað nemendur fyrir keppnina.
Úrslit keppninnar voru þau að fyrsta sætið hlaut Elín Helga, annað sætið Ingibjörg Guðný en báðar eru þær nemendur í Kvíslarskóla og svo þar það Hrafnhildur Rut Njálsdóttir nemandi okkar í Lágafellsskóla sem hlaut þriðju verðlaun.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur en þó sérstaklega nemendum okkar í Lágafellsskóla sem voru sér, skólanum sínum og fjölskyldum svo sannarlega til sóma í þessari keppni 🥰 ÁFRAM LÁGÓ
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira