logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Vorhátíð 1. - 6.bekkjar 11.maí 16:30-19:30

06/05/2022

Kæru foreldrar/forráðamenn

Miðvikudaginn 11. maí verður haldin vorhátíð nemenda í 1.- 6. bekk Lágafellsskóla. Nemendur hafa undanfarið æft skemmtiatriði sem flutt verða á sviði skólans og er foreldrum og systkinum sérstaklega boðið að koma og njóta þessara skemmtiatriða í hátíðarsal skólans.

ár sýningar verða þennan dag og stendur hver þeirra yfir í ca. 45 mínútur og eru gestir beðnir um að mæta stundvíslega áður en sýning hefst og sitja þar til sýningu lýkur.

1. sýning 16:30 hálfur 1.bekkur*, 3.-HS, 4.-EVÓ, 5.-AÖM og 6.-AH

2. sýning 17:30 2.bekkur, 4.-HP, 5.-IRÍ, 6.-ÁPR og 6.-EHV

3. sýning 18:30 hálfur 1.bekkur*, 3.-AJ, 4.-LÞ, 5.-JLS og 6.-UMA

* kennarar í 1.bekk verða búnir að senda á foreldra í hvorum hópnum barnið þeirra er.

 

Nemendur skulu mæta í sína stofu 15 mínútum áður en sýningin þeirra hefst og verða í umsjón umsjónarkennara þar til foreldrar sækja þá í stofuna að lokinni sýningu. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur sitji í salnum þá sýningu sem þeir taka þátt í.  Hins vegar eru þeir velkomnir á aðrar sýningar t.d. þegar systkini eru að sýna og þá í fylgd foreldra/forráðamanna og eru þar á þeirra ábyrgð.

Fyrir framan stofur 204 og 205 verður starfrækt pylsusala á vegum nemenda í 10. bekk. Þar geta gestir keypt pylsur safa/gos fyrir og eftir sýningar. Allur ágóði af veitingasölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar vegna ferðar árgangsins um Suðurland í skólalok. Hægt verður að greiða með peningum, Aur appi og millifæra á 441213-1150 315-13-110116.

Frítt er inn á sýningarnar

Hlökkum til að sjá ykkur og vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta

 

Með bestu vorkveðju,

starfsfólk Lágafellsskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira