logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Vala - nýtt kerfi fyrir mötuneytisskráningu og ávaxtabita

16/03/2022
Nýtt mötuneytiskerfi - Ný umsókn
Nýtt kerfi hefur verið tekið í notkun til þess að skrá og halda utan um mötuneytisáskriftir hjá Mosfellsbæ. Kerfið heitir Vala-Skólamatur og er samskonar veflausn og notuð er til þess að halda utan um skráningar í frístund.
Mötuneytisáskriftir hafa í mörgum tilvikum verið opnar í nokkur ár og eru ýmsar upplýsingar í núverandi kerfi úreltar og því ekki æskilegt að færa allar upplýsingar úr gamla kerfinu yfir í það nýja.
Er því óskað eftir því að allir sæki um áskrift að mötuneyti og eða ávextabita að nýju og færi þar inn réttar upplýsingar um t.d. óþol eða ofnæmi ef það á við, ásamt viðeigandi vottorði. Ath. að undir aukavörur er skráð fyrir ávaxtabitann hjá
1.-7.bekk.
Sótt er um áskrift í mötuneyti hér, https://matur.vala.is/umsokn/login
Athugið að áskrift færist svo sjálfkrafa á milli skólaára nema áskrift sé sagt upp.
Foreldrar /forráðamenn barna í Lágafellsskóla eru hvattir til að ljúka skráningu fyrir 25. mars
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira