logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Göngum í skólann

01/09/2020

Kæru foreldrar/forráðamenn

Á morgun miðvikudaginn 2.sept. hefst Göngum í skólann og stendur það til 7.október. http://www.gongumiskolann.is/

Markmið þessa verkefnis er að hvetja nemendur til að hreyfa sig meira og nota virkan ferðamáta. Virkur ferðamáti er ein af einföldustu leiðum til að auka hreyfingu í daglegu lífi. Hann stuðlar bæði að betri líkamlegri og andlegri líðan ásamt því að vera hagkvæmur og umhverfisvænn. Í æsku leggjum við grunn að lífsvenjum framtíðarinnar. Einnig hafa rannsóknir sýnt að þeir sem ganga eða hjóla í skólann hreyfa sig meira í heildina en þeir sem eru keyrðir. Með virkum ferðamáta erum við að virkja stærstu vöðva líkamans, hjartað fær þjálfun og orkunotkun eykst. Því fleiri sem ganga eða hjóla í og úr skóla, því minni umferð og meira öryggi er fyrir alla í kringum skólana ásamt minni loftmengun.

Endilega hvetjið börnin ykkar til að taka þátt og velja sér þann virka ferðamáta sem hentar.

Heilsueflingarteymi Lágafellsskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira