logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Úrslit í lestrarátaki Ævars vísindamanns

29/03/2019

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk 1. mars og skiluðu nemendur Lágafellsskóla inn samtals 601 miðum sem þýðir að þeir lásu 1.803 bækur. Foreldrar voru líka duglegir að taka þátt en þeir skiluðu inn 51 miðum og lásu því samtals um 153 bækur  :-)

Nú eru úrslit kunn og ljóst að met var slegið í lestri bóka þetta árið því samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns! Dregið var eitt foreldri og fimm krakkar úr lestrarmiðapottinum og verða þau gerð að persónum í síðustu bókinni um Bernskubrek Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í vor.

Því miður var engin hér í Lágafellsskóla svo heppinn að verða fyrir valinu en hins vegar dró Ævar einn nemanda úr hverjum skóla sem tók þátt og fær hann áritað eintak af bókinni þegar hún kemur út í vor. Nemandinn sem var svo heppinn að vera dreginn út hér í Lágafellsskóla var Eva Lilja Óskarsdóttir í 6.GIS en hún er mikill lestrarhestur og skilaði inn fjölmörgum lestrarmiðum. Til hamingju Eva Lilja 😊 Áfram lestur!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira