logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fimmta lestrarátak Ævars vísindamanns

10/01/2019

Lestrarátak Ævars vísindamanns hóf göngu sína í fimmta og síðasta skiptið 1. janúar og stendur til 1. mars. Eins og áður geta allir nemendur í 1. – 10. bekk tekið þátt.

Þemað þetta árið er samblanda af hinum fjórum lestrarátökunum; risaeðlur, vélmenni, geimverur og ofurhetjur.
Allar verurnar úr öllum hinum bókunum eru hluti af lokabókinni sem þýðir að þema bókarinnar sem fylgir átakinu er líka SAMVINNA.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem krakkarnir klára fylla þau út lestrarmiða sem hægt verður að prenta út í gegnum https://www.visindamadur.com/

og skilja eftir á skólasafninu.
Fimm krakkar sem taka þátt í átakinu verða dregin úr lestrarmiðapottinum og sett í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns sem kemur út í vor.

Reglurnar eru þær sömu og venjulega:
1.     Nemendur mega lesa það sem þá langar til að lesa.
2.
     Þeir mega lesa hvaða bók sem er.
3.
     Á hvaða tungumáli sem er.
4.
     Hljóðbækur, og ef einhver les fyrir nemandann, teljast líka með sem lesin bók.

En vegna þess að þetta er síðasta skiptið sem Ævar vísindamaður er að halda átakið bæti hann við nokkrum nýjum reglum:


5.
     Foreldrar og forráðamenn geta nú líka tekið þátt.                                                                                                                                                                      

Foreldrar fylla út sérstaka foreldralestrarmiða og verður eitt foreldri dregið út og sett í bókina. Foreldralestrarmiðunum er skilað í sama kassa og lestrarmiðum krakkanna.

Ævar vekur athygli á því að krakkarnir þurfa að kvitta undir foreldralestrarmiðana til að staðfesta að fullorðna fólkið hafi nú örugglega verið að lesa, líkt og foreldrar hafa gert hjá krökkunum hingað til.
6.
     Sá skóli sem les hlutfallslega mest verður settur í bókina. Þegar átakinu lýkur biður Ævar starfsmenn skólasafnanna að láta fylgja með lestrarmiðasendingunni skrá yfir fjölda miða frá skólanum ásamt nemendafjölda skólans.
7.
     Ævar mun einnig draga einn nemenda úr hverjum einasta skóla sem tekur þátt og mun hann eða hún fá sérstaka bókagjöf frá honum. Þetta þýðir að það verður allavega einn sigurvegari í hverjum einasta skóla.
Með bestu kveðju - Ævar
P.S. Nánari upplýsingar: https://www.visindamadur.com/

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira