logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

First Lego League - LEGO boys

15/11/2017

Laugardaginn 11. nóvember fór fram í Háskólabíói keppnin  First Lego League. Þar kepptu lið frá 20 grunnskólum  og sendi Lágafellsskóli sitt lið til þátttöku en þeir nemendur hafa verið í Legó- vali í haust. Veitt voru verðlaun fyrir fjórar keppnisgreinar, fyrir utan sigurverðlaunin. 

Strákarnir okkar, Lego boys,  fengu bikar fyrir bestu liðsheildina sem er magnaður árangur! Einn keppandinn orðaði þetta svo skemmtilega eftir að úrslitin voru ljós. ,,Við erum lið Lágafellsskóla sem stendur fyrir samveru, samvinnu og samkennd - þess vegna unnum við"         

Lið skólans skipuðu þeir Anton Bragi, Hjörtur Elí, Ísak Máni, Jón Kristinn, Kristján Leifur, Nökkvi Marz, Óliver Aradhana, Sveinn Orri, Theodór Örn og Vébjörn Dagur. Kennarar hópsins eru Vilborg Sveinsdóttir og Ýr Þórðardóttir. 

Við óskum Lego boys og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með verðlaunin fyrir bestu liðsheildina.

Myndir frá keppninni koma hér inn

 


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira