logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2017-2018

06/07/2017

Lágafellsskóli Mosfellsbæ

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?

Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?

Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi,  ásamt 5 ára leikskóladeildum.

 

Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans

Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunarteymi í Höfðabergi með ábyrgð á faglegu starfi grunnskólahlutans. Viðkomandi er jafnframt hluti af stjórnendateymi skólans.

Ráðning frá 1. ágúst eða samkvæmt samkomulagi.

        Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Grunnskólakennaramenntun er skilyrði
  • Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg sem og reynsla af sambærilegu starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Leiðtogahæfileikar eru nauðsynlegir
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Áhugi á starfsþróun, sem og nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi er skilyrði

Kennarastöðurráðning frá 1. ágúst

  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi. Starfshlutfall 88%,  tímabundið til 1. mars 2018 vegna fæðingarorlofs
  • Umsjónarkennsla á miðstigi
  • Íslenskukennsla á unglingastigi, tímabundin ráðning til eins árs vegna leyfis

 Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Mjög góð færni í samvinnu,  samskiptum og teymisvinnu
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Áhugi á starfsþróun og nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

 

Þroskaþjálfi óskast í 50 – 100% starfshlutfall. Meginverkefni viðkomandi verða í leikskólahluta Höfðabergs. Ráðning frá 1. ágúst eða samkvæmt samkomulagi.

         Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Þekking og reynsla af atferlismótun æskileg

Ef ekki fæst þroskaþjálfi til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfið.

 

Stuðningsfulltrúi í sérdeild og frístundarúrræði

Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi í sérdeild og frístundastarfi sérdeildar.   Vinnutími 08:00 – 16:00.

Ennfremur vantar stuðningsfulltrúa í hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá kl. 08:00.  Möguleiki á vinnu í Frístundaseli e.h. og þar með 100% starfshlutfalli. Ráðning frá 15.ágúst.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Góð færni í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

     

     

    Skólaliði

    Helstu verkefni eru ræsting, gæsla með nemendum og aðstoð í matsal nemenda. Daglegur vinnutími frá kl. 07:50 –16:00. Ráðning frá 15. ágúst.

     

    Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum. 
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

 

Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 5259200 eða 8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist með tölvupósti á netfangið  johannam@lagafellsskoli.is

 

Umsóknarfrestur um störfin er til og með 20. júlí 2017.

 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um


 

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira