logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Laxnessinn

24/05/2017

Hin árlega upplestrarkeppni meðal nemanda í 6. bekk um Laxnessbikarinn fór fram fös. 19. maí. Keppnin er venjulega haldin sem sem næst fæðingardegi Halldórs K. Laxness sem var 23. apríl, en í ár dróst keppnin aðeins fram á vorið vegna þess hversu seint páskarnir voru í ár. Laxness fæddist árið 1902 og því eru í ár 115 ár frá því að hann fæddist. 11 nemendur kepptu til úrslita og lásu allir keppendur texta og ljóð úr einhverra verka Laxness sem þau völdu sjálf í samráði við umsjónarkennara sinn. 

Sigurvegarinn fékk til eignar bikarinn Laxnessinn og bókina, Sjálfstætt fólk,  eftir skáldið en allir keppendur fengu viðurkenningarskjal og blóm fyrir þátttökuna. Sigurvegari  í ár var Hugi Tór Haraldsson úr 6.-MLG.

Við óskum honum til hamingju með árangurinn en aðrir keppendur voru: Ásthildur Emma Ingileifardóttir ÁPR, Día Rós Óskarsdóttir FÓ, Gunnar Orri Ingvason FÓ, Jóhanna Lilja Þórarinsdóttir MLG, Lilja Björk Gunnarsdóttir FÓ, Logi Geirsson MLG, Patrekur Goði Ingvason ÁPR, Sara Kristinsdóttir ÁPR, Thelma Rún Halldórsdóttir FÓ og Trausti Þráinsson MLG.  Allir keppendur stóðu sig vel og var hópurinn í ár óvenju sterkur. Það verður ánægjulegt og spennandi að fylgjast með þessu glæsilega hópi á næsta ári þegar þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. :-)

Myndir frá keppninni


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira