logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

“Out of the box”

22/03/2017

Á dögunum fengum við heimsókn í skólann frá samstarfslöndum okkar í verkefninu „Out of the box“, Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Hingað komu 12 kennarar og dvöldu  í viku í yndislegu vetrarveðri og norðurljósadýrð. Nemendur tóku vel á móti þeim með menningardagskrá í upphafi heimsóknarinnar. Þar stigu á stokk margir hæfileikaríkir nemendur og voru ekki í vandræðum að tjá sig á erlendum tungumálum s.s. ítölsku, þýsku og ensku. Gestirnir fylgdust með skólastarfinu, kynntu landið sitt fyrir nemendum og kenndu þeim sitthvað skemmtilegt frá þeirra landi. Nemendur í 7. bekk kenndu þeim á MicroBit sem gestunum og nemendum fannst alveg sérstaklega skemmtilegt og áhugavert. Gestirnir voru mjög hrifnir af skólanum og nemendum sem tóku vel og fallega á móti þeim. Þetta var í alla staði mjög vel heppnuð heimsókn.  

Þátttaka í svona verkefni hefur verið einstaklega skemmtileg fyrir bæði nemendur og kennara. Verkefnin eru fjölbreytt og nemendur hafa fengið tækifæri til að nálgast viðfangsefnin út frá mismunandi og óhefðbundnum aðferðum sem eykur áhuga þeirra og forvitni á námsefninu. Fyrir áhugasama er hægt að skoða verkefnin á þessari slóð https://twinspace.etwinning.net/14679/home.

Erasmusteymið

Hér má sjá myndir frá verkefninu

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira