logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

NÝTT MET! 63 ÞÚSUND BÆKUR LESNAR !!!

09/03/2017

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dró í dag í þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns. Yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum, en það er besti árangur í átakinu hingað til, miðað við mánaðarfjölda. Þá hafa samtals um 177 þúsund bækur verið lesnar í átökunum þremur.

Krakkar um allt land tóku þátt, en einnig sendu íslenskir krakkar erlendis inn lestrarmiða; frá Bandaríkjunum, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu og Perú.

Krakkarnir fimm sem dregin voru úr lestrarátakspottinum verða svo gerð að persónum í nýrri bók, Gestum utan úr geimnum, sem kemur út með vorinu. Krakkarnir koma úr Fellaskóla, Giljaskóla, Lágafellsskóla, Hörðuvallaskóla og Seljaskóla og verður haft samband við þau í dag.

Ævar vill nota tækifærið og þakka öllum sem stóðu við bakið á átakinu, sem og foreldrum, kennurum og bókasafnsfræðingum sem fylgdu því eftir.


Fim. 9/3 Kl. 12 var tilkynnt með með smá viðhöfn á sal nafn þess nemanda í Lágafellsskóla sem dregin var út úr pottinum og var það Embla Maren Gunnarsdóttir í 3-IRÍ sem er sú heppna að verða sögupersóna í næstu bók Ævars.  

Hér má sjá myndir frá athöfninni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira