logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Árlegt skólamót í blaki

03/10/2016

Skólamót í blaki var haldið s.l. föstudag og kepptu nemendur í 6. bekk Varmárskóla við félaga sína í 6. bekk Lágafellsskóla.

Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og í annað sinn sem keppt er um farandbikar sem Blakdeild Aftureldingar gaf.

Spilað var á 10 völlum og var mikið fjör og skemmtilegt.

Úrslitin urðu þau að Lágafellsskóli vann mótið með 351 stig um gegn 319 stigum Varmárskóla og fær því bikarinn til varðveislu í ár.

Blakdeildin vill þakka öllum 6.bekkingum fyrir þátttökuna og flotta spilamennsku og býður öllum krökkum að koma og prufa blak, en tímatöflur eru á heimsíðu Aftureldingar http://afturelding.is/blak.html  

Íþróttakennurum skólanna er þakkað sérstaklega fyrir samvinnuna við þetta skemmtilega verkefni.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira