logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Bókaverðlaun barnanna

25/04/2016

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna eru árlegur viðburður á vegum Borgarbókasafnsins. Börn kjósa sína uppáhaldsbók og verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda og fá höfundur og þýðandi þeirra bóka sem hljóta flest atkvæði verðlaun. Um 4000 börn um allt land tóku þátt í kosningunni og nemendur Lágafellsskóla voru þeirra á meðal.

Bókin Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason fékk afgerandi kosningu sem vinsælasta frumsamda barnabókin, með helmingi fleiri atkvæði en sú næsta í röðinni. Vinsælasta þýdda barnabókin er Dagbók Kidda klaufa: Besta ballið í þýðingu Helga Jónssonar.

 

Í Lágafellsskóla voru vinsælustu bækurnar þessar:

1

Mamma klikk

2

Dúkka

3

Dagbók Kidda klaufa 7 Besta ballið

4

Vetrarfrí

5

Skósveinarnir, skáldsaga fyrir krakka

6

Rökkurhæðir Atburðurinn

7

Risaeðlur í Reykjavík

8

Kafteinn Ofurbrók og endurkoma Túrbó 2000 klósettsins

9

Grimmi tannlæknirinn

10

Minecraft Byrjendahandbók

 

Í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar voru vinsælustu bækurnar þessar:

1

Mamma klikk

2

Dúkka

3

Skósveinarnir, skáldsaga fyrir krakka

4

Dagbók Kidda klaufa 7 Besta ballið

5

Skósveinarnir, leitið og finnið

6

Minecraft Byrjendahandbók

7

Minecraft Byggingarhandbók

8

Leyndarmál Lindu 2

9

Minecraft Bardagahandbók

10

Minecraft Rauðsteinshandbók

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira