logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Hvaða bækur á að kaupa á skólabókasafnið?

08/02/2016

Hvaða bækur á að kaupa á skólabókasafnið?

Fyrir jólin var kosningin Hvaða bækur á að kaupa fyrir skólasafnið? haldin á Fræðasetri Lágafellsskóla. Tilgangurinn var að leyfa nemendum að hafa áhrif á uppbyggingu skólabókasafnsins.

Úrslitin voru eftirfarandi:

20 vinsælustu bækurnar voru:

1

Dagbók Kidda klaufa 7

2

Kafteinn Ofurbrók og endurkoma Túrbó 2000...

3

Þín eigin goðsaga

4

Vísindabók Villa 3: Geimurinn og geimferðir

5

Rökkurhæðir 7

6

Skúli skelfir og múmían

7

Vinabókin

8

Leyndarmál Lindu 2

9

Kamilla vindmylla og unglingarnir í iðunni

10

Ugla og Fóa

11

Viltu vera vinur minn?

12

Leitin að tilgangi unglingsins

13

Seiðfólkið: Fólkið sem hvarf

14

Nóttin langa

15

Risaeðlur í Reykjavík

16

Rusladrekinn

17

Seiðfólkið: Töframáttur

18

Áfram Ísland

19

Mói Hrekkjusvin: Landsmót hrekkjusvína

20

Skrifað í sandinn

 

Við talningu atkvæða var bekkjum hópað saman. Þannig voru 1.-2. bekkur saman, 3.-4. bekkur saman, 5.-6. bekkur saman og þar fram eftir götunum. Athygli vakti að fjórar af sex efstu bókunum fengu atkvæði  frá öllum hópum. Það er því ljóst að þessir titlar eru vinsælir í öllum aldurshópum.

 

Við bókakaup í janúar var tekið mið af úrslitunum og nú eru allar nýjar bækur komnar upp í umferð.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira