logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Jólamatur nemenda 8.des. og pizza á jölaböllum 19. og 20.des

05/12/2023

Jólamatur nemenda verður föstudaginn 8.desember. Í matinn er Jólaskinka, paprikukryddaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál og brún sósa. Ávaxtasafi/vatn og íspinni í eftirrétt.

Þeir nemendur sem ekki eru í mötuneytisáskrift geta keypt þessa máltíð staka á 700 kr sem greidd er fyrirfram, sjá neðar.

Þegar stofujólin/jólaböll eru hjá 1. – 7. bekk miðvikudaginn 20. desember er pizza í matinn og þeir nemendur sem ekki eru í mötuneytisáskrift geta keypt þessa máltíð staka á 700 kr.

Sömuleiðis geta nemendur í 8.-10.bekk sem ekki eru skráðir í mötuneytisáskrift keypt þessa máltíð staka en þeirra stofujól/jólaball eru að kvöldi  19.desember.

Í boði verður pizza með pepperoni, skinku, margarita og veganpizza.

Þeir sem hyggjast kaupa sér staka máltíð greiða 700 krónur fyrir máltíðina hjá ritara, fyrir fimmtudaginn 7.desember, en einnig má leggja inn á reikning 549-26-2240 kt. 500904-2240 og passa þá að skrá bekk og nafn nemenda sem verið er að kaupa fyrir og senda staðfestingu á ritara sigrun.halldorsdottir@mosmennt.is

 

Jólakveðja

Starfsmenn Lágafellsskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira