logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Verðlaunahafi í Pangea stærðfræðikeppni fyrir nemendur í 8. og 9. bekk.

13/10/2020

Nemendur í Lágafellsskóla hafa verið duglegir að taka þátt í stærðfræðikeppnum. Þar gefst tækifæri á að spreyta sig á öðruvísi stærðfræði en í skólanum og hafa nemendurnir okkar jafnan staðið sig mjög vel. Pangea keppnin er stærðfræðikeppni fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Hún skiptist í þrjár umferðir. Alls tóku 3712 nemendur úr 8. og 9. bekk þátt í fyrstu umferð, og komu þeir úr 70 skólum. Úr Lágafellsskóla skráðu alls 39 nemendur úr 8. bekk og 13 nemendur úr 9. bekk sig í keppnina sem er mjög ánægjulegt. Vegna Covid náðist ekki að klára síðustu umferðina fyrr en á þessu skólaári. Margir komust yfir í aðra umferð en alla leið í úrslitin komust 3 drengir úr 8. bekk (núna komnir í 9.bekk). Úrslitin voru haldin þann 30. september síðastliðin og stóðu strákarnir sig frábærlega. Einn þeirra, Eberg Óttarr Elefsen, endaði í þriðja sæti.
Stærðfræðikennararnir á unglingastigi eru afar stoltir af þeim fjölda nemenda sem við sendum í keppnina og þeim árangri sem nemendur náðu. Vonandi taka sem flestir aftur þátt í vetur. Til hamingju með frábæran árangur öll 52 :-)

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira