logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Laus störf við Lágafellsskóla

14/12/2016

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi

Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum.

Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi,  ásamt 5 ára leikskóladeildum.

Stuðningsfulltrúi óskast

Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi. Sérstaklega er leitað að karlmanni til starfa.

Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli e.h. og þar með 100% starfshlutfalli.

Ráðning frá 4. janúar eða samkvæmt samkomulagi.

 Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Góð færni í samskiptum
  • Stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

 Laus staða á leikskóladeild 5 ára barna í Höfðabergi, útibúi skólans

Starfshlutfall 50% og vinnutími 08:30 – 12:30. Ráðning frá 4. janúar eða samkvæmt samkomulagi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Áhugi og metnaður á starfi með börnum er skilyrði
  • Jákvæðni og góð hæfni í samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta

 

Laun vegna auglýstra starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Upplýsingar um ofangreind störf veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í  síma 5259200/8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2017

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira