logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Skólinn

Samvera - Samvinna - Samkennd

Lágafellsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í Mosfellsbæ. Skólinn samanstendur af góðu starfsfólki sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Unnið er í anda uppbyggingarstefnunnar þar sem meigináherslan er að byggja upp sjálfstraust og að leiðbeina nemandanum til að verða sá sem hann vill verða.

Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum, annars vegar við Lækjarhlíð og hinsvegar við Æðarhöfða. Á lóð skólans við Lækjarhlíð eru 3 lausar kennslustofur sem nýttar eru til kennslu og félagsstörf unglinga. Í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð fer starfsemi 1. bekkjar - 10. bekkjar fram.

Á lóð skólans við Æðarhöfða  eru 11 lausar kennslustofur sem tengdar hafa verið saman með færanlegum tengibyggingum. Á Höfðabergi við Æðarhöfða fer starfsemi  leikskóladeildar hjá 3ja til 5. ára  fram.

Við Lágafellsskóla starfa um 140 manns í misháum stöðugildum. Nemendur í 1.-10. bekk eru 645 (7/9 2021) og á leikskóladeildinni Höfðabergi  eru nemendur 126. Skólinn er deildaskiptur í yngsta - mið - og unglingastig.

Að kennslu lokinni gefst nemendum 1.-4. bekkjar kostur á lengri viðveru í Frístund skólans.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira