Frístundastarf
Frístund Lágafellsskóla veturinn 2022-2023
Frístund Lágafellsskóla er opið frá 13:20 -17:00 mánudaga til fimmtudags og 12:40 til 17:00 á föstudögum fyrir nemendur í 1.-4. bekk.
Skráning í frístund fer fram í vefumsjónarkerfinu vala eða íbúargátt Mosfellsbæjar.
- Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístundaseljum er 360 kr. Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar, sjá nánar samþykkt um frístundasel.
- Boðið er upp á vistun í Vetrarfríum, jólafríum og páskafríunum ef 12 eða fleiri þátttakendur eru skráðir. Grunngjald fyrir hvern dag í viðbótarvistun í frístundaseljum er 3.065 kr.
- Reglur og gjaldskrá fyrir frístundheimili má finna inn á https://mos.is/stjornsysla/fjarmal/gjaldskrar#menntun-og-uppeldismal
- Skráning vegna systkinaafsláttar fer fram inn á Völu undir liðnum „fjöldi systkina á leikskóla“.
Forstöðumaður frístundaheimilisins í Lágafellsskóla er Daníel Birgir Bjarnason.
- Daglegur vinnutími Daníels er frá kl. 08:00-16:00.
Aðstoðarforstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla er Álfrún Elsa Hallsdóttir
- Daglegur vinnutími Álfrúnar er frá kl. 09:30-16:00.
Alla morgna er hægt að ná tali af Daníel og/eða Álfrúnu á skrifstofu Lágafellsskóla eða í síma 896-2682 ef einhverjar fyrirspurnir liggja fyrir. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband við forstöðumann fyrir hádegi ef áríðandi mál koma upp til að minnka álagið á símanum meðan börnin eru hjá okkur. Einnig er hægt að senda tölvupóst til þeirra beggja á netfangið fristund@lagafellsskoli.is
Daníel Birgir Bjarnason
Forstöðumaður Frístundaheimilisins í Lágafellsskóla
daniel.birgir@mosmennt.is
Álfrún Elsa Hallsdóttir - er í leyfi á haustönn 2023
Aðstoðarforstöðumaður Frístundaheimilisins í Lágafellsskóla
Frístundasími : 896-2682
Daníel Birgir Bjarnason Forstöðumaður Frístundasels
Álfrún Elsa Hallsdóttir – Aðstoðarforstöðumaður
Agnes Sjöfn Reynisdótir – Frístundaleiðbeinandi
Anna I V Sunneborn Gudnadottir – Frístundaleiðbeinandi
Arvid Ísleifur Jónsson – Frístundaleiðbeinandi
Axel Máni Bjarnason – Frístundaleiðbeinandi
Daníel Bjarki Stefánsson – Frístundaleiðbeinandi
Daníel Óskar Jóhannesson – Frístundaleiðbeinandi
Darri Edvardsson – Frístundaleiðbeinandi
Elín Katrín Guðmundsdóttir – Frístundaleiðbeinandi
Friðbjörg Sigurbjörnsdóttir – Frístundaleiðbeinandi
Greipur Rafnsson – Frístundaleiðbeinandi
Heiða Sigrún Andrésdóttir – Frístundaleiðbeinandi
Ísak Máni Viðarsson – Frístundaleiðbeinandi
Nikulás Torfi Guðumdsson – Frístundaleiðbeinandi
Rúnar Leó Þorvarðarson – Frístundaleiðbeinandi
Sandra María Kjartandsdóttir – Frístundaleiðbeinandi
Símon Tómas Ragnarsson – Frístundaleiðbeinandi
Telma Hrund Heimisdóttir – Frístundaleiðbeinandi
Frístundafjör - Spurningar og svör
Frístundafjör
Fyrir hverja er frístundafjörið?
Fyrir alla krakka í 1. og 2. bekk í gunnskólum Mosfellsbæjar
Af hverju Frístundafjör ?
Markmiðið með Frístundafjörinu er að börnin fái að kynnast sem flestum greinum íþrótta og geti í 3. bekk ákveðið hvaða íþrótt þau vilja stunda. Það er ekki markmið Frístundafjörsins að búa til sérhæfða afreksíþróttamenn, heldur að börnin fái að stunda íþróttir í sem fjölbreyttasta formi. Einnig er það markmiðið að börnin myndi sér jákvætt hugarfar í garð hreyfingar og íþrótta hverskonar. Með markmiðsetningu fyrir Frístundafjörið eru markmið Íþróttasambands Íslands fyrir börn 8 ára og yngri höfð að leiðarljósi:
- Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
- Að þjálfunin fari fram í leikformi.
- Að æfingarnar séu skemmtilegar.
- Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
- Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildaskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.
Hvernig fer þetta fram ?
Öll börnin sem skráð eru í frístundasel grunnskólanna fara í Frístundafjör nema foreldrar óski sérstaklega eftir því að þau taki EKKI þátt. Börnin fara einu sinni í viku, 1.bekkur fer á vorönn en 2.bekkur á haustönn. Fylgt er ákveðinni dagskrá sem gildir fyrir hverjar tvær vikur í senn. Börnin velja samdægurs í hvaða íþrótt þau vilja fara í. Íþróttafjörið fyrir Höfðaberg fer fram í Lágafellsslaug.
Hvað er þetta langur tími á dag?
Þetta er um 60 mínútur skiptið en gera má ráð fyrir tíma sem fer í ferðir á milli skóla og því er þetta frá kl 14:15 - 15:40 hjá Lágafellsskóla. Starfsmenn frístundaselja fylgja börnunum á milli.
Hvernig fara krakkarnir yfir í Lágafellslaug?
Starfsmenn Frístundaseljanna fylgja börnunum í frístundafjörið. Starfsmenn Lágafellsskóla hafa auga með þeim í Íþróttafjöri og fylgja þeim síðan aftur til baka.
Hvað kostar Frístundafjörið?
Frístundafjör er innifalið í gjaldi frístundasels. Þau börn sem fara í frístundafjör þurfa að vera skráð í frístund til klukkan 16:00 eða lengur.
Hvernig fer skráning fram?
Krakkar sem eru skráðir í Frístundaseli eru sjálfkrafa skráð í Frístundafjör og er gert ráð fyrir að börn í frístundaseli fari í Frístundafjör einu sinni í viku. Óski foreldri með barn í frístundaseli eftir því að það fari ekki í Frístundafjör þarf að láta forstöðumann viðkomandi Frístundasels vita.
Hvað með æfingafatnað?
Best er að barnið sé klætt þægilegum fatnaði þá daga sem Frístundafjör er. Börnin munu ekki skipta um föt fyrir frístundafjörið.
Hver heldur utan um Frístundafjörið?
Ráðinn hefur verið yfirþjálfari með íþróttakennaramenntun sem mun sjá til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig. Hann mun sjá um alla skipulagningu og samþættingu á milli deilda. Hann starfar í nánu samstarfi við forstöðumenn Frístundaseljanna.
Frístundasel - Gjaldskrá. Gildir frá 1. ágúst 2021
|
Frístundabíll Mosfellsbæjar
Sú nýbreytni verður í vetur að boðið verður upp á frístundabíl sem ekur á milli skólasvæða í Mosfellsbæ. Kl.14.00 Helgafellsskóli – Krikaskóli – Höfðaberg (ca. 14:15) – Lágafellsskóli – Varmárskóli Kl.14.25 Varmárskóli – Háholt - Helgafellsskóli – Krikaskóli – Höfðaberg (ca. 14:45) – Lágafellsskóli – Varmárskóli
Nemendur Lágafellsskóla geta bæði tekið bílinn niður að Varmá og aftur til baka en nemendur sem fara úr Frístund til að stunda tómstundir geta ekki komið til baka í frístund þegar þeim tíma lýkur.
Höfum öll í huga að skólabíll er aldrei upp á mínútu eðli málsins samkvæmt en allir gera sitt besta Veðrið kemur síðan til með að seinka bíl - það er bara þannig Höfum því umburðalyndi og þolinmæði í bakpokanum gagnvart tímasetningum a.Hagnýtar upplýsingar leið 7 og 15Strætó leið 15
Strætó leið 7
|
|
||||||||||||||||||||||