Farsæld barna
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Innleiðing laganna stendur yfir í Mosfellsbæ eins og hjá öðrum sem falla undir skilgreiningu laganna sem þjónustuveitendur.
Verkefnið er bæði rekið af velferðarsviði og fræðslu- og frístundasviði. Elvar Jónsson, elvarj@mos.is, er leiðtogi í farsæld barna hjá Mosfellsbæ og veitir hann nánari upplýsingar um verkefnið.
Tengiliðir Lágafellsskóla eru:
Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir – deildarstjóri stoðþjónustu
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir – deildarstjóri 1.-7.bekkja
Sesselja Gunnarsdóttir – deildarstjóri 5.-10.bekkja